• Orðrómur

Margrét öskureið eftir að maður sparkaði í hund: „Ég fer bara næstum því að gráta“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ég get ekki bara þagað. Á göngu með Körmu mína í morgun labbar fram hjá okkur maður með schafer hund sem væri ekki í frásögn færandi nema fyrir það að hundurinn vogaði sér að líta við og það togaði ögn í spottann sem maðurinn hélt alveg stífum var ekki meira en sirka 80 cm en við að hundurinn var að forvitnast varð maðurinn reiður og sparkaði í aumingja hundinn sem hrökklaðist aftur í takt og hræðslusvipurinn sem ég sá. Ég kallaði til mannsins „þarftu að sparka í hundinn“ hann lét sem ég væri ekki þar og hélt sína leið,“ skrifar Margrét nokkur inn á síðu Hundasamfélagsins á Facebook.

Hefur færslan vakið mikla reiði og flestir á því máli að einstaklingur sem geri slíkt sé óhæfur til að eiga hund eða dýr af nokkru tagi.

Jóhanna skrifar: „Þú bara sparkar ekki í dýrið þitt, sama hvað hver segir. Þau elska okkur skilyrðislaust og vilja gera allt fyrir mann. Greinilega ekki hæfur til að ala upp hund. Biddu hundinn fyrirgefningar og gerðu þetta aldrei aftur“

- Auglýsing -

Hátt í hundrað athugasemdir hafa verið skrifaðar við færsluna og eru þær nær allar á eina leið:

„Sumt fólk ætti ekki að eiga dýr.“

„Bara dýraníð. Aumingja grey dýrið að þurfa að búa hjá svona vibba.“

- Auglýsing -

„Sjúkt hvað er að! – dangla eða sparka gerir maður hvorugt.“

„Sumt fólk ætti ekki ađ eiga dýrabörn.“

„Þetta er hræðilegt. Andskotans ómenni. Svona fólk á ekki að eiga gæludýr, aldrei.“

- Auglýsing -

Einn stingur upp á því að taka mynd af svona liði, eins og hann orðar það sjálfur og dreifa um samfélagið á meðan önnur vill komast að því hver maðurinn sé svo hægt sé að tilkynna hann. „Þó ekkert verði gert þá mögulega safnast saman og á endanum verður eitthvað gert,“ skrifar konan.

„Þetta gerir mig alveg brjálaða  Ég varð sjálf vitni að svipuðu á mánudaginn. Sá mann slá hund í trýnið og sparka tvisvar í hann. Ég rauk út og ætlaði að ná tali af honum. Gekk brjáluð um hverfið (110) en fann hann ekki. Sá maður var með bc,“ skrifar ein.

Gunnar skrifar: „Sumt fólk er í raun að ræna súrefni frá öðrum…“

„Bara að sparka í eigandann og spyrja hann hvernig honum finnst það,“ skrifar Einar

Ylfa er ekki í neinum vafa hvað eigi að gera: „Taka hund af svona DRULLUSOKK,“ skrifar hún.

„Þoli ekki hvað mörgum finnst eðlilegt að meiða hundinn sinn ef hann sýnir öðrum hundum áhuga á göngu. Minnsta mál að stoppa halda í tauminn og bíða þar til hinn er farinn fram hjá ef þeir mega ekki hittast  alveg magnað,“ skrifar Ragnheiður.

Birkir skrifar: „Hefðir átt að hringja í lögregluna. Þetta er ofbeldi.“

„Ég fæ fyrir hjartað þegar að ég heyri svona. Ég fer bara næstum því að gráta.  Ég er sjálf hundaeigandi ég hef aldrei gert svona við hundana sem ég hef átt og á einn núna,“ skrifar kona nokkur.

Anna skrifar: „Ofbeldi gegn dýrum er ALDREI ok. Mig langar samt að benda á að ekkert okkar né konan sem er vitni að þessu vitum hvort kannski hafi eitthvað mikið gengið á fyrir þetta atvik  og bara kannski þessi einstaklingur gert mistök. Það er svo vont að lesa svona krossfestingar á netinu. Vona að þetta hafi verið einsdæmi hjá manninum og hundurinn hafi það ok og verði ekki meint af í framtíðinni.“

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -