Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Margrét segist hafa rétt svo sloppið úr gildru Gísla Marteins: „Þetta snerist í höndunum á þeim“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margrét Friðriksdóttir segist hafa naumlega sloppið við opinbera aftöku í beinni útsendingu í gær. Hún telur Gísla Martein hafa ætlað að narra hana í þátt sinn og svo taka hana fyrir. Þetta fann hún á sér og afþakkaði því boð í þáttinn.

Margrét er fyrir löngu orðin þekkt fyrir róttækar hægrisinnaðar skoðanir. Hún tjáði vinum sínum á Facebook síðastliðinn þriðjudag frá boðinu og virtist frekar líkleg til að þiggja boðið. „Jæja það eru tímamót, mér er boðið að koma í þátt Gísla Marteins um helgina varðandi kosningarnar í USA. Á ég að slá til? Er á báðum áttum.“

Í gærkvöldi útskýrði hún svo hvers vegna ekkert varð úr því. Hún segir tvær grímur hafa runnið  á sig þegar hún komst að því að Berglind Festival Pétursdóttir vildi taka viðtalið við hana. „Afþakkaði boðið í þáttinn til Gísla en Berglind Festival bað um viðtalið og ég tók ekki áhættuna á opinberri aftöku í beinni.“

Tugir athugasemda hafa verið skrifaðar við færsluna og flestir lýsa yfir stuðningi við hana. Sumir segjast hafa viljað sjá hana í þættinum og einum þeirra svarar Margrét svo: „Ég bauð þeim að mæta í settið til Gísla í beinni og ræða Trump og forsetakosningarnar. En engin áhugi á því, þannig augljóst hvað vakti fyrir þeim, hún vildi hitta mig á miðvikudag og svo átti þetta að koma sem innslag í þáttinn, sé fyrir mér Gísla og viðhlægendur hans hlægja sig máttlausa í sínum rétttrúnaðargír, þannig nei held ekki.“

Hún segist þó ekki hafa óttast Berglindi. „Hafði engar áhyggjur að því hún yrði svínsleg. Hún er ágæt og finnst hún stundum fyndin, það var bara framhaldið sem ég hafði áhyggjur af, og já maður á alltaf að fara eftir tilfinningunni“.

Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins, segir svo í athugasemd að því miður yrði henni aldrei hleypt í beina útsendingu. „Magga mín, þú hefðir aldrei fengið að vera í settinu. Þú hefðir aðeins verið misnotuð og klippt og svo gert grín að þér. Hann notaði þrjár eftirhermur til þess að hæða og spotta forseta Bandaríkjanna og svo voru fjórir í settinu hjá honum sem klöppuðu fyrir subbuskapnum,“ segir Gunnlaugur.

- Auglýsing -

Margrét svarar og segir Gísla hafa lagt Bandaríkjaforseta í einelti í gær. „RÚV varð sér til skammar með þessum lágkúrulega þætti, þetta snerist í höndunum á þeim, snerist bara um að gera lítið út hári og útliti Donald Trump, en síðast þegar ég vissi þá kallast það einelti að ráðast á og gera lítið úr útliti fólks, og einelti er ofbeldi eins og flestir vita.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -