Mánudagur 24. janúar, 2022
1.8 C
Reykjavik

Margrét Sif segir frá ofbeldi barnsföður: „Hann bara bilaðist og henti mér þvert yfir herbergið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Margrét Sif Sigurðardóttir ræddi við Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Margrét kynntist barnsföður sínum ung, hann var góður við hana til að byrja með en sýndi loks sína réttu hlið. Fyrst beitti hann Margréti andlegu ofbeldi sem þróaðist síðan í bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi.

Margrét reyndi að segja frá ofbeldinu en enginn vildi „blanda sér í þetta.“

„Að sjá manneskjuna sem braut þig niður, vera bara fagnað þegar hann labbar inn. Þú átt bara að „vera þarna“ líka. Hvað áttu að gera? Ef enginn er að fara að standa með þér og þú ert það brotin að þú getur varla staðið með sjálfri þér,“ segir hún.

Margrét sleit sambandinu við barnsföður sinn eftir að sonur hennar fæddist og barðist fyrir því að halda syni sínum frá ofbeldinu. Þau enduðu í sáttarmeðferð hjá sýslumanni og þar var föðurnum gefin umgengisréttur.

„Við endum á því að fara í sáttarmeðferð. Þá er einhver svona milliliður. Ég held að fólk átti sig heldur ekki á því hvað þarf mikið til þess að hægt sé að kæra einhvern. Og það er bara fáránlegt.“

Margrét segir son sinn hafa verið búinn á því þegar hann kom heim frá föður sínum. „Hann var brjálaður, hann sat í sófanum og glær í augunum og var þannig í tvo daga. Eftir að hafa byrjað að fara til hans byrjaði sonur minn að ráðast á mig. Hann var svo reiður: „Þú skildir mig eftir hjá pabba.““

- Auglýsing -

Eitt skiptið réðst barnsfaðir Margrétar á hana fyrir framan son þeirra, þáverandi kærustu og foreldra sína. „Það er 50 prósent af fólkinu að fara að trúa þér og þó svo að það trúir þér þá er það aldrei að fara að átta sig á þessu. Hann byrjaði að kýla sjálfan sig í andlitið og ég spurði: „Fyrirgefðu er þetta að gera eitthvað fyrir þig?“ Hann bara bilaðist, greip í mig, lyfti mér upp, hristi mig og henti mér þvert yfir herbergið. Ég lenti á einhverju, skíðastaf eða eitthvað. Ég var þarna blá og marin með handarför eftir hann. Hann reif sig úr bolnum, brjálaður og hljóp út. Þetta var náttúrulega „allt mér að kenna.““

Margrét segir frá viðbrögðum viðstaddra: „Hvernig þau brugðust við, hvernig bregst fólk við þegar það sér svona. Það myndi vera bara: „Hvað er að þér hættu.“ En það var bara þögn. Nema eftir á hlupu þau á eftir honum. Það gerði enginn neitt. Ég tók bara barnið mitt, fór út í bíl og keyrði heim til mömmu. Hún sagði mér að fara upp á slysó, sem ég gerði, það voru teknar myndir og áverkaskýrsla og fór upp á lögreglustöð og gaf skýrslu þar. Lögreglan sagði við mig að þetta væri ekki nóg til að standa í einhverju kærudæmi.“

Þegar þriðja konan kærði barnsföður hennar var hann loks dæmdur í fangelsi: „Það er hræðilegt að hlutirnir hafi þurft að ganga svona langt. Þarna er ég með áverka og vitni en samt ekki nóg til þess að kæra. Síðan fer næsta sem hann beitir ofbeldi, kærir og fær sömu svör. Síðan fer sú þriðja og kærir. Þarna er þetta búið að ganga á í mörg ár og allir vita af þessu, allir hvísla um þetta en enginn gerir neitt. Hversu margar á hann að berja til þess að fá dóm?“

- Auglýsing -

Margrét sagði syni sínum frá því að pabbi hans væri kominn í fangelsi: „Þetta var á sumum samfélagsmiðlum, fólk var að tala þegar pabbi hans fór í fangelsi. Þannig ég endaði á því að segja honum það, hann sagði: „LOL á hann.“ Hann sagði líka: „Hann er líka vondur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -