Miðvikudagur 4. desember, 2024
1 C
Reykjavik

Margrét stöðvaði þjóf í miðjum klíðum – Hrædd en stolt: „VIÐ EIGUM AÐ SKIPTA OKKUR AF!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Búin að sitja á mér í allann dag hvort ég ætti að skrifa nokkur orð hér í grúbbuna okkar og ákvað að láta verða að því. VIÐ EIGUM AÐ SKIPTA OKKUR AF!“

Þetta skrifar Margrét Gígja Þórðardóttir innan Facebook-hóps Íbúa í Laugarneshverfi en hún komst í hann krappann eftir að hún stöðvaði þjóf sem var að gera sig líklegan að stela hjóli. Margrét ræddi einning við DV fyrr í dag. Margrét hafði enga hagsmuni af þessu aðra en að standa sig sem góður borgari. Hún lýsir atvikinu svo:

„Í morgun líkt og alla morgna fór ég í morgungöngu með hundinn minn, allt er kyrrt og fallegt – er alveg komin að blómatorginu sem er fyrir aftan Ármannsheimilið og milli þríhyrnings. Sé hjól við eitt tré og það er augljóslega æfing inni í fimleikasalnum. Sé líka mann á vespu sem er eitthvað að braska – er ekkert að kippa mér upp við hann – nema svo þegar ég er komin að blómatorginu sé ég að hann færir sig á vespunni að reiðhjólinu og kikjir eitthvað á það og tekur það og hann er enn á vespunni og ætlaði augljósla að fara “reiða” hjólið. Ég segji við hann að láta hjólið vera – hann ætti það ekki. Hann brást hins vegar mjög illa við þessu og fer af vespunni og verður frekar ógnvekjandi – kemur að mér og ég sé og finn að hann er drukkinn og eitthvað meira.“

Hún var skiljanlega skelkuð á þessum tímapunkti. „Ég var dauðhrædd – fer að fimleikasalnum og banka eins fast og ég get og hann stendur fyrir aftan mig öskrandi en ég held enn á hjólinu – ég banka og banka og sé að það eru fólk inni en enginn heyrir í mér. Hann fer frá mér og segir þá – fyrst þú ert svona viss um að ég eigi ekki hjólið – hringdu þá í lögguna – ég sagði honum bara að fara og láta mig í friði en hann gaf sig ekki og var aftur frekar ógnvekjandi. Endanum hringdi ég í lögguna og þau komu – fannst ég þurfti að bíða að ansi lengi eftir þeim- en það er bara mín tilfnning. Löggan kom sagði mér að ég mætti fara – ég gjörsamlega brotnaði niður – bæði vegna þess að ég var alveg svakalega hrædd og fannst þessi atburður mjög óþægilegur,“ segir Margrét.

Þrátt fyrir það þá er hún stolt af sér að hafa skipt sér af. „Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu –því við eigum að skipta okkur af – athuga og spyrja því á meðan á þessu var, var fólk að hlaupa framhjá – hjóla framhjá en enginn virtist kippa sig við að það var eitthvað skritið á seyði – meina það er ekki eðlilegt að einhver kona sem heldur í hjól og í hund bankandi eins fast í rúðu við fimleikahúsið – hugsa ef ég væri barn sem væri á leið í skólann og barnið myndi líklega segja það sama – hey þú átt ekki hjólið og hann myndi bregðast eins við líkt og hann gerð við mig – ég fékk alveg vægt áfall – og ég er fullorðin !

Við eigum að skipta okkur af – ALLTAF.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -