Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Margrét Tryggvadóttir: „#metoo frásagnir eru neyðarréttur fólks sem kerfið hefur brugðist“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nú ríður önnur bylgja #metoo hreyfingarinnar yfir og veldur titringi víða og ekki eru allir sammála. Um daginn var ég í matarboði. Þar var kona sem sagði að svona mál ættu að fara í gegnum réttarvörslukerfið. Konur og aðrir þolendur ofbeldis ættu bara að kæra og málin fara sína leið,“ segir Margrét og bætir við:

„Sama viðhorf má sjá víða, til dæmis á samfélagsmiðlum og í raun er ég hjartanlega sammála. Ég vildi ekkert frekar en að það myndi virka.“

En samkvæmt orðum Margrétar er málið ekki svo einfalt fyrir þolendur ofbeldis þótt hún telji að töluvert hafi „áunnist í áranna rás; samt er staðan sú að margar konur hafa ítrekað lent í kynferðisbrotum – krafist réttlætis eftir lögformlegum leiðum en ekkert gerist; þær gætu allt eins hafa talað við stein“ segir Margrét og bætir við að „stundum hefur baráttan fyrir réttlæti viðhaldið skaða ofbeldisins, virkað eins og önnur árás.“

Margrét segir að „kynferðisbrot eru hræðilegir glæpir og afleiðingarnar geta verið langvarandi. Samfélagið allt hefur ítrekað brugðist brotaþolum.“

Eins og flestir vill Margrét „lifa í samfélagi þar sem enginn er fundinn sekur uns sekt er sönnuð.“

- Auglýsing -

Til að slíkt geti orðið að raunveruleika – að dystópían breytist í útópíu – að framtíðin verði ekki endalaust spegilmynd af ömurlegri og sorglegri fortíð okkar hér á landi gagnvart þolendum kynferðisofbeldis – segir Margrét að margt „verði þá að breytast“ enda sé „núverandi ástand á Íslandi einfaldlega hörmulegt,“ og bætir við:

„Þá verður að taka kynferðisbrot alvarlega; hlusta á brotaþola; styrkja stöðu þeirra í réttarvörslukerfinu; rannsaka málin og fylgja þeim eftir“ og á „meðan málsmeðferð þessara mála er jafn broguð og raun ber vitni hafa brotaþolar engin önnur úrræði en að segja frá – nýta málfrelsi sitt – jafnvel þótt töluverðar líkur séu á að þeir hljóti dóm fyrir meiðyrði.“

- Auglýsing -

Og þó að Margrét vildi gjarnan að útópían í réttarkerfinu yrði að veruleika sé réttarvörslukerfið einfaldlega í svo miklu „fokki“ að við sem hérna búum séum langt frá því að sjá ljósið við enda gangnanna.

En þá aftur að #metoo-byltingunum og þeirri opinberu umræðu um kynferðisofbeldi, réttarkerfið og nafnlausar ásakanir sem komið hafa í kjölfar þeirra.

Margrét segir að „almenningsálitið og opinber umræða um einstök mál er sannarlega ekki heppileg málsmeðferð – en nú er svo komið að margir brotaþolar og aðstandendur þeirra sjá ekki aðra leið færa; #metoo frásagnir eru í raun neyðarréttur fólks sem kerfið og samfélagið allt hefur brugðist,“ og bætir við:

„Það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að yfirfull og undirmönnuð Bráðamóttakan í Fossvogi er sennilega sá staður í kerfinu sem virkar einna best. Því flestallt sem gerist svo er í algjöru fokki.“

Heimild: kjarninn.is

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -