Laugardagur 26. nóvember, 2022
1.1 C
Reykjavik

Margrét vill tæpar 30 milljónir frá Icelandair: „Vegna þjáninga og þá einkum áfallastreitu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ritstjóri vefsins frettin.is, Margrét Friðriksdóttir, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði, en þetta og fleira um málið kemur fram á Vísi.

Margrét krefst bóta vegna aukins launakostnaðar í sjö daga, samtals 150 þúsund krónur á dag.

Margrét var á leiðinni til Rússlands í boðsferð þegar lögregla var kölluð til eftir að henni var tilkynnt um að handfarangur hennar yrði að fara í farangursrýmið vegna plássleysis; en sjálf sagðist Margrét hafa verið ósátt, en henni var sömuleiðis tilkynnt að hún þyrfti að nota andlitsgrímu. Eftir deilur milli starfsfólks og Margrétar var ákveðið að hún fengi ekki að fljúga með vélinni; segir svo frá á Vísi að Margrét ákvað þá að ganga inn í flugstjórnarklefann og ræða við flugmanninn.

Talsmaður Icelandair sagði þá í samtali við fréttastofu Vísis að starfsfólk hefði ekki átt nokkurra annarra kosta völ en að vísa henni frá borði.

Kemur einnig fram að Margrét kveðst ekki hafa gengið inn í flugstjórnarklefann; klefinn hafi hann verið opinn og því „auðvelt fyrir hana að ræða við flugstjórann.“

„Ég stóð við útganginn fyrir miðju þar sem ég var að bíða eftir lögreglunni. Ég setti upp grímuna en komst svo að því að flugfreyjurnar hafi sagt ósatt um að ekki væri pláss fyrir handfarandurstöskuna mína sem uppfyllir öll skilyrði sem slík ég reyndi bara að standa á mínum rétti og augljóst að flugfélagið er brotlegt þarna,“ segir Margŕét og er mjög ósátt.

- Auglýsing -

Hún hefur nú þegar sent bótakröfu til Icelandair með aðstoð lögmannsstofunnar Griffon; er það lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sem aðstoðar Margréti við málið, en frá þessu greinir hún sjálf á vefnum frettin.is. Birtir bótakröfuna þar í heild sinni, sem er svona:

Margrét krefst 29.168.000 króna sem sundurliðast nákvæmlega svona:

Vegna farmiða: 550.000 kr.

- Auglýsing -

Vegna aukins launakostnaðar: 7 dagar x kr. 150.000 = 1.050.000 kr.

Vegna útlagðs hótelkostnaðar: 1.080.000 kr. (6 nætur x 180.000 kr.)

Vegna eyðilagðrar heimildarmyndar: 20.000.000 kr.

Vegna leigubifreiðar frá flugvelli: 18.000 kr.

Beint vinnutap: 1.050.000 kr.

Þegar áfallinn kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar: 420.000 kr.

Vegna ólögmætrar ærumeingerðar og grímuskipunar: 3.000.000 kr.

Vegna þjáninga og þá einkum áfallastreitu og lækniskostnaðar: 2.000.000 kr

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -