• Orðrómur

Marín Manda varar við innbrotahrinu í Fossvogi: „Vó, þarf maður að fara fá sér stóran stóran hund?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Innbrotahrina virðist vera í gangi í Fossvoginum. Sést hefur til manna í görðum hjá fólki og eru Fossvogsbúar uggandi yfir ástandinu.

Í gær vakti Marín Manda athygli á því inni á Facebook grúppu þeirra sem búa í Fossvoginum, að maður hafi sést í görðum í hverfinu síðustu daga:

„Kæru nágrannar. Í annað skiptið á síðustu 3 dögum fer maður inn í garðinn okkar og hjá nágrönnunum í leyfisleysi við Kvistaland/Láland.“ Bætti hún við að að þetta séu ekki sömu mennirnir en annar þeirra hefði náðst á myndavél. „Hann er dökkur yfirlitum með buff yfir andlitinu. Þessi maður var augljóslega að kanna aðstæður,“ segir Marín en þegar hann var spurður um ástæðu þess að hann væri að vesenast í garðinum, gaf hann ansi sérstaka afsökun. „Sagðist hann vera að leita að stöðum til að stunda „parkour“ og því væri hann að skoða hús og húsþök og slíkt bara svona eins og maður gerir.“

Athugasemdirnar streymdu inn við þessa færslu Marína Möndu og má segja að það sé uggur í fólki.

Inga Valdís bendir Marínu á að heyra í lögreglunni. „Sakar ekki að heyra í löggunni og spurja hvort þetta se kunnuglegt andlit. Það er búið að reyna fara 5x inní geimslu og hjólageymslu þar sem ég bý og bráðlega verður sett upp myndavélakerfi.“

Regína nokkur segir svo frá ótrúlegu máli þessu tengdu en um miðjan dag í gær spennir löðrandi sveittur maður upp hurðinni heima hjá henni með kúbeini og þegar hann er spurður hvað honum gangi til, svarar hann því að hann sé á flótta undan mönnum. Hann hljóp svo á brott áður en lögreglan mætti á svæðið. Þá spyr einn maður í athugasemd hvort hann þurfi nú að fá sér hund, „vó, þarf maður að fara fá sér stóran stóran hund?“

- Auglýsing -

Lögreglan fékk myndbandið sem náðist af einum þeirra, í hendur og kannast víst við manninn og er að rannsaka málið.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -