• Orðrómur

Marinó veltir fyrir sér verðlagi á veitingahúsunum Gamla fjósinu og Café Láru

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Marinó velti vöngum yfir verðlagi á nautasteik inn á Facebook hópnum Matartips, á dögunum. Hann hafði heimsótt Gamla fjósið, við Hvassafell á Suðurlandi.

Gamla fjósið við Hvassafell

„Fallegur dagur á fallegum stað. 200 gr. nautasteik með kaldri sósu. 6.820 kr. Virkilega góð og fín þjónusta. Ég var svangur. Ég tók meðvitaða ákvörðun. En, sexþúsund áttahundruð og tuttugu krónur. Er þetta eðlilegt verð eða er ég bara miðaldra fúll á fimmtudegi?“. Segir Marinó og lætur fylgja með fallega mynd af matnum sínum sem sjá má hér að neðan.

- Auglýsing -

 

Marinó greiddi 6.820 krónur fyrir þessa máltíð hjá Gamla fjósinu. Mynd: Facebook

 

- Auglýsing -

Café Lára Seyðisfirði

Marinó birtir aðra mynd með þessum orðum undir fyrri færslu sína: Seyðisfjörður. Café Lára. Lambaprime með bearnaise sósu og bakaðri kartöflu og hamborgari með frönskum og tvær gos. Samtals 7.500 krónur. Virkilega fínn matur á fínum stað og svo sannarlega ekki á höfuðborgarsvæðinu“. Þarna er hann líklega að undirstrika háa verðlagið sem hann talaði um hjá Gamla fjósinu. Mynd af herlegheitunum frá Café Láru á Seyðisfirði má sjá hér að neðan.

 

- Auglýsing -

Marinó greiddi 7.500 krónur fyrir báðar máltíðirnar á Café Láru á Seyðisfirði. Mynd: Facebook

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -