Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Markaðsfólk hakkar í sig ákvörðun Stöðvar 2: „Nú hlaupa allir til og kaupa áskrift. Eða ekki“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fyrr í dag var tilkynnt að Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis einungis fyrir áskrifendur. Þessi ákvörðun hefur vakið furðu víða og sumir spyrja hvort þetta sé upphafið að endalokum þeirra. Íslenskt markaðsfólk er þó nær einróma í Facebook-hópnum Markaðsnördar. Þar segja allir að þetta sé glapræði.

Höskuldur nokkur segir að auglýsingar verði ekki seldar háu verði eftir þetta. „Ef eitthvað er að marka niðurstöður Gallup PPM mælinga að þá er líklegt að stærsta áhorfið sem þú nærð í hjá S2 verði um og í kringum 5%. Spurning hversu aðlaðandi verður að kaupa auglýsingar þarna. Verðskráin þarf að lækka svakalega til að það verði ekki massaflótti annað.“

Annar maður er kaldhæðinn og skrifar: „Nú hlaupa allir til og kaupa áskrift. Eða ekki.“

Sá þriðji segir að efni í ekki betri gæðum en þetta verði að vera ókeypis, alveg eins og hjá Fréttablaðinu. „7 mínútna fréttatími er ekki alveg tipping point í mínum ákvörðunum. Nei, þetta væri líklega á pari við það að reyna núna að selja Fréttablaðið í áskrift. Ekki viss um að auglýsingatekjur vs. áskriftartekjur muni réttlæta þetta.“

Sverrir nokkur botnar ekki í því hvernig þetta geti verið Stöð 2 til hagsbóta. „Þykir hæpið að þetta fjölgi áskrifendum, verðið á þessu er svo langt fyrir ofan flest annað sem er í boði og áhorf á fréttatíma í fastri dagskrá hlýtur að fara minnkandi með hverju ári. Myndi ekki kaupa auglýsingu sem nær eingöngu til örfárra á þeim verðum sem hafa verið í boði.“

Björgvin nokkur fer ítarlega yfir þetta í athugasemd og segir þetta einfaldlega vera mjög furðulegt: „Stórfurðuleg ákvörðun með afar slæma framtíðarsýn.Það er enginn að fara segja mér að línuleg dagskrá sé á uppleið og án þess að vera með gögn en þá held ég að fréttir sé eina ástæða margra að þeir horfi á eitthvað í línulegri (fyrir utan íþróttir). Með tilkomu vod og annarra veitna ættu stöð 2 að leggja allan sinn fókus á einmitt það. Markhópur línulegrar sjónvarps fer minnkandi og var og er þetta kjörið tækifæri til að teasa áhorfendur, með þessu minnkar smellið á stöðinna og þar að leiðandi brand awarness og allt minnkar. Stórfurðuleg ákvörðun að mínu mati.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -