Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Marta María opnar sig um sorgina: „Þegar sorgin yfirtekur lífið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það gengur ýmislegt á í lífi fólks og hingað til hef ég ekki hitt neina lifandi manneskju sem hefur siglt lygnan sjó og ekki upplifað sorgir og áföll.“

Marta María Jónasdóttir, hin þaulreynda ritstýra á Smartlandi, opnar sig um sorgina í hnausþykku fylgiriti, Morgunblaðsins, Heilsa og útivist. Þá greinir hún frá því hvað hafi hjálpað henni að takast á við erfið tímabil í lífinu sem stundum hafa virst óyfirstíganleg.

Marta María þekkir það á eigin skinni að glíma við sorg sem vart verður í orðum lýst. Þann 27. nóvember síðastliðinn lést Helgi Jóhannesson sonur hennar, aðeins 14 ára að aldri. Í hjartnæmri kveðju móður hans og stjúpföður, Páls Winkel, kom fram að Helgi hafði í mörg ár tekist á við vöðvarýrnunarsjúkdóm en með einstökum styrk og sýn Helga og foreldranna snerist lífið ekki um sjúkdóminn, heldur þeirra tengsl. Að missa barn er langt og erfitt sorgarferli sem oft nær ævina á enda. Í leiðara sínum deilir Marta María þeim aðferðum sem hún hefur tileinkað sér í breyttu lífi hennar og Páls.

Marta María segir í leiðara sínum að fyrsta vörn líkamans við áfalli sé að deyfa það, grafa það niður. En síðan hverfur doðinn og hvernig ætlar fólk þá að takast á við nýjan og breyttan veruleika? Ráð Mörtu Maríu er að nauðsynlegt sé við breyttar aðstæður að leit aðstoðar hjá fagfólki og fá leiðsögn um hvað séu eðlileg viðbrögð við áfalli.

„Fólk gerir skrýtna hluti þegar það er undir álagi og þarfirnar breytast. Mér er líka sagt að bataferli fólks í sorg hefjist ekki þegar það kemst ekki fram úr rúminu. Á meðan fólk liggur í rúminu og treystir sér ekki á fætur er fólk í kyrrstöðu,“ segir Marta María.

Heilbrigð rútína er lykilatriði. Gefast ekki upp, reyna að halda áfram að framkvæma hluti sem var áður hluti af daglegu lífi. Marta María bendir á að á hverju heimili þarf yfirleitt að elda mat, sofa, hreyfa sig, setja í þvottavél, ryksuga og sortera sokka.

- Auglýsing -

Helst ráð Mörtu Martíu er ekki flókið. Það er einnig ráð sem margir heilsusérfræðingar mæla með. Ekkert ráð virkjar jafn vel allar heilastöðvar. Það er einfaldlega að ganga. Marta María segir:

„Ef það er eitthvað sem ég get mælt með þegar sorgin yfirtekur lífið þá er það að labba. Þetta ráð virkar kannski heimskulegt en ég hef upplifað það á eigin skinni hvað göngutúrar geta hjálpað mikið þegar lífið er eiginlega óbærilegt. Að labba með þeim sem manni þykir vænt um getur lyft andanum og aukið bjartsýni til muna.“

Þá mælir Marta María einnig með sundferðum, þó það sé ekki nema til að hanga í pottinum og gufunni og spjalla við skemmtilegt fólk.

- Auglýsing -

„Í öllum öldugangi lífsins með sorgum og sigrum, áföllum og kórónuveiru hefur aldrei verið mikilvægara að hugsa vel um sig. Ef allir hugsuðu um sig eins og þeir væru ungbörn væri líklega minna vesen í heiminum,“ segir Marta María og bætir við:

„Það myndu nefnilega fáir gefa ungbarni vodkaskot og franskar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -