2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Matthew McConaughey nýr kennari við Háskólann í Texas

Háskólinn í Texas hefur ráðið Matthew McConaughey, leikara og óskarsverðlaunahafa, sem kennara á kvikmynda-, sjónvarps og útvarpssviði. Þá mun hann kenna áfanga í handritaskrifum. Mirror greinir frá.

 

McConaughey hefur verið gestakennari áfangans síðan 2015 og aðstoðaði meðal annars við uppsetningu á námsskránni. Þá er orðrómur um að í áfanganum verði tvær af myndum leikarans teknar fyrir: The Gentleman, sem er væntanleg 2020, og Mud sem kom út 2012.

Leikarinn sagði í yfirlýsingu að þessi áfangi hefði komið sér vel þegar hann var sjálfur í námi. „Þetta gefur mér tækifæri til að undirbúa nemendur mína betur,” bætti hann við.

McConaughey útskrifaðist með Kvikmyndagráðu frá Háskólanum í Texas árið 1993. Hann hefur leikið í yfir fimmtíu myndum síðan þá. Þar á meðal Interstellar, The Wolf of Wall Street og Dallas Buyers Club sem landaði honum Óskarsverðlaun og Golden Globe.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is