Með glitrandi gasgrímur í baráttu gegn hatrinu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Þórðarson var að gefa út nýtt lag ásamt myndbandi. Lagið ber heitið New Today og er tekið af EP-Plötunni Deliria.

Lagið New Today er epískt heimsendapopp með rafívafi, samið af Bjartmari en útsett af Magnúsi Leifi Sveinssyni, sem margir þekkja sem meðlim hljómsveitanna Úlpu og Horrible Youth. Áður hefur samstarf þeirra félaga alið af sér lögin Hollow, Deliria og Players. Tónlistinni mætti lýsa sem 80´s  raftónlist með dassi af David Bowie og Portishead.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira