Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Meðvirk og hafi valið hann fram yfir þjóðina: „Æ hann lenti nú í þessu, þetta er ekki svo slæmt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gífurlega óánægja er meðal margra landsmanna yfir ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns VG, að fyrirgefa Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, svo gott sem samstundis. Hann braut sóttvarnarlög í grímulausu svalli á Þorláksmessu. Margir vinstrimenn á Íslandi virðast ekki að ætla að fyrirgefa henni jafn auðveldlega og hún fyrirgefur Bjarna.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir þetta niðurlægjandi fyrir flokksmenn VG. „Hvernig ætli fólkinu í VG líði? Þetta hlýtur að vera sárt, að leiðtogi flokksins sé tilbúin í þessa hrikalegu niðurlægingu. Og hvernig getur heilbrigðisráðherra réttlætt þetta fyrir sér?,“ spyr Sólveig.

Nokkrir kveða sér hljóðs í athugasemdum og svara Sólveigu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, segir: „Mér finnst bara svo grátlegt að hún sé til í að gera samfélaginu það að afsaka þessa hegðun. Fólk á bara að lifa hátíðirnar, jafnvel án sinna nánustu, vitandi að brot ráðherra á eigin reglum hefur engar afleiðingar aðrar en einhver óþægindi fyrir Katrínu.“

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, segir þetta meðvirkni. „VG líður náttúrulega eins og meðvirka hlutanum í mjög alkóhólískri fjölskyldu. „Æ hann lenti nú í þessu, þetta er ekki svo slæmt, þetta hlýtur að fara að lagast.“ Og þau gera sér enga grein fyrir því að þau ómeðvitað styðja manninn, athæfi hans og hugsunarhátt“,“ skrifar Þór.

Þórður nokkur skrifar athugasemd sem vekur athygli á þræði Sólveigar. Hann skrifar: „Bjarni sagði í útvarpsfréttum kl. 18. Hann segist vera í svo stórum verkefnum fram að næstu kosningum að hann hefur með engu móti hugleitt að segja af sér. Hvaða stóru verkefni eru það? Jú, það fyrsta sem kemur upp í hugann er sala á hluta Íslandsbanka til vildarvina. Ætlum við sem þjóð virkilega að sætta okkur við svona gengdarlausa spillingu, ár eftir ár? Ísland er rekið eins og einhvers konar Matador spil. Síðan þurfum við ekki að líta lengra en til frænda okkar í nágreninu, Færeyja þar sem hlutirnir eru á margfalt hærra plani siðferðislega.“

Björn Birgisson, samfélagsrýnir og Grindvíkingur, skrifar stöðufærslu um málið og talar tæpitungulaust. Hann segir Katrínu hafa jarðað eigin flokk með þessu. „Með þessari yfirlýsingu fór Katrín endanlega með Vinstri græn til andskotans. Það hlakkar í íhaldinu á meðan reiðin kraumar innan flokks Katrínar og örugglega hjá miklum meirihluta landsmanna. Fíflagangur Bjarna færði henni óvænt vopn í hendur. Að krefjast afsagnar Bjarna, rjúfa þing ef hann neitaði og boða til nýrra kosninga í vor,“ lýsir Björn.

- Auglýsing -

Hann segir hana hafa valið versta mögulega kostinn. „Hún kaus versta kostinn. Meðvirknina – hún valdi gegn þjóðarviljanum. Þrátt fyrir að Bjarni og hans flokkur séu að rústa helsta máli Vinstri grænna á Alþingi – þjóðgarðsmálinu – með alþjóð sem vitni að aðförunum. Í raun er afstaða Katrínar stórsigur fyrir þann málstað Brynjars Níelssonar og Sigríðar Andersen að sóttvarnirnar skipti engu máli og fólk geti bara gert það sem hverjum og einum sýnist – en það var einmitt það sem Bjarni gerði. Óskiljanleg afstaða – en Katrín kaus að fórna flokknum sínum fyrir frjálshyggjulið íhaldsins. RIP Vinstri græn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -