Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Meghan og Harry gagnrýnd fyrir að auglýsa lúxus gistingu fyrir vinkonu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex, hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að nýta Instagram-síðu sína í auglýsingaskyni.

Hjónin auglýstu meðal annars námskeið Taryn Toomey sem er náin vinkona hertogaynjunnar. The Sun greinir frá.

Toomey er heilsuræktargúrú og heldur úti námskeiðinu The Class sem kostar um 900 pund á sólarhring. Námskeiðið, sem á að stuðla að andlegri heilsu, er haldið á lúxus dvalarstað á eyjunni Mustique í Karabíska hafinu. Þáttakendur geta sótt hugleiðslutíma og hreyfingu á svæðinu, farið í hjólatúra, tekið sundsprett eða slakað á við ströndina.

Færslan sem hefur verið gagnrýnd birtist 30. apríl á Instagram-síðu þeirra hjóna

Í færslu þeirra á Instagram segir að konunglega parið hafi viljað vekja athygli á námskeiðinu og því góða starfi við að bæta andlega heilsu. Penny Junor, blaðakona og rithöfundur, sagði í viðtali við The Sun þetta vera rangt. „Konunglega fjölskyldan þarf að vera hreinni en hrein.” Hún segir það rangt að misnota vettvanginn í auglýsingaskyni fyrir vini og vandamenn. „Þau eru í óvenjulegri stöðu og gegna ákveðnum skyldum vegna hennar svo það er mikilvægt að þau séu ekki að hygla vini sína.”

Meghan og Harry hafa verið gift í eitt ár, en voru þau gefin saman í Windsor kastala í maí 2018. Nýverið tóku þau á móti sínu fyrsta barni, Archie Harrison Mountbatten-Windsor, sem er fjórða langömmubarn Elísabetar Englandsdrottningar. Archie er sjá sjöundi í röðinni til að erfa krúnuna.

Sjá einnig: Greindu frá nafninu á Instagram

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -