2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Meghan og Harry gagnrýnd fyrir að auglýsa lúxus gistingu fyrir vinkonu

Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex, hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að nýta Instagram-síðu sína í auglýsingaskyni.

Hjónin auglýstu meðal annars námskeið Taryn Toomey sem er náin vinkona hertogaynjunnar. The Sun greinir frá.

Toomey er heilsuræktargúrú og heldur úti námskeiðinu The Class sem kostar um 900 pund á sólarhring. Námskeiðið, sem á að stuðla að andlegri heilsu, er haldið á lúxus dvalarstað á eyjunni Mustique í Karabíska hafinu. Þáttakendur geta sótt hugleiðslutíma og hreyfingu á svæðinu, farið í hjólatúra, tekið sundsprett eða slakað á við ströndina.

Færslan sem hefur verið gagnrýnd birtist 30. apríl á Instagram-síðu þeirra hjóna

Í færslu þeirra á Instagram segir að konunglega parið hafi viljað vekja athygli á námskeiðinu og því góða starfi við að bæta andlega heilsu. Penny Junor, blaðakona og rithöfundur, sagði í viðtali við The Sun þetta vera rangt. „Konunglega fjölskyldan þarf að vera hreinni en hrein.” Hún segir það rangt að misnota vettvanginn í auglýsingaskyni fyrir vini og vandamenn. „Þau eru í óvenjulegri stöðu og gegna ákveðnum skyldum vegna hennar svo það er mikilvægt að þau séu ekki að hygla vini sína.”

AUGLÝSING


Meghan og Harry hafa verið gift í eitt ár, en voru þau gefin saman í Windsor kastala í maí 2018. Nýverið tóku þau á móti sínu fyrsta barni, Archie Harrison Mountbatten-Windsor, sem er fjórða langömmubarn Elísabetar Englandsdrottningar. Archie er sjá sjöundi í röðinni til að erfa krúnuna.

Sjá einnig: Greindu frá nafninu á Instagram

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is