Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

„Megi þessi dómur verða lexía þeim sem ónáða dómstóla með óþarfa málarekstri af þessu tagi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjólfur Guðmundsson fréttamaður á RÚV ritar pistil í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook.

Segir:

„Fjölmiðlanördar gætu haft áhuga á að lesa þennan dóm, sérstaklega niðurstöðukaflann. Sex árum eftir að Kastljóss fletti ofan af viðskiptaháttum Brúneggja kemur dómur í skaðabótamáli sem forsvarsmenn þess höfðuðu gegn RÚV og MAST.“

Brynjólfur segir að „fréttamennskan á sínum tíma var fyrsta flokks og það er í raun staðfest í þessum dómi, gögn og upplýsingar til að styðja allar staðhæfingar. Þetta var neytendafrétt eins og þær gerast bestar, sem sést kannski best á því að almenningi ofbauð svo mjög að fyrirtækið fór á haustinn. „[E]n margt bendir til þess að frumorsök tjóns Brúneggja ehf. sé sú hvernig að starfsemi félagsins var staðið,“ segir í dómnum.

Þessi dómur er sigur fyrir fjölmiðlun, upplýsingarétt almennings og getu eftirlitsstofnana til að segja frá því sem þær verða áskynja í störfum sínum.“

Fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson er á sama máli og Brynjólfur og lætur í sér heyra með þessum orðum:

- Auglýsing -

„Merkilegur dómur og afdráttarlaus. Þessi tilraun Kristins Gylfa Jónssonar og Björns bróður hans sprakk hraustlega í andlitið á þeim. Fyrir utan að tapa málunu þurfa þeir að greiða 8 milljónir í málskostnað til stefndu (RÚV og MAST).“

Kristinn ljær máls á því að „það eru nokkur áhugaverð atriði í þessum dómi fyrir blaðamenn, m.a. málsvörn MAST að þeim hafi borið skylda til að upplýsa RUV (þurfti að vísu á sínum tíma kæru til Úrskurðarnefndar upplýsingamála til að gera MAST þetta ljóst) en ágætt að opinber eftirlitsstofnun viðurkenni upplýsingaskyldu sína – og að fá hana staðfesta með dómi þessum.

– Hitt er einnig ágætt að dómurinn lætur nægja að úrskurða að allt sem frá RUV kom var satt og rétt en eltir ekki ólar við að leggja mat á hvað eigi erindi við almenning. Lætur þar nægja að nefna að miðað við lög og alþjóðasamninga hafi blaðamenn ríkuegt svigrúm til að meta það sjálfir. Þannig á það að vera.„“

- Auglýsing -

Segir að endingu:

„- Ég hnaut um það einnig að Kristinn og Björn (eða félög þeirra) telja það innlegg í sókn þerra að RUV hafi „..vegið gróflega að æru og heiðri Brúneggja“.

Dómarinn eyðir ekki einu sinni orðum í þessa ámátlegu tilraun til þess að fella eignarhaldsfélag (sem var selt og síðan sett í gjaldþrot) undir meiðyrðavernd laga.

Megi þessi dómur verða lexía þeim sem ónáða dómstóla með óþarfa málarekstri af þessu tagi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -