Þriðjudagur 6. desember, 2022
-3.2 C
Reykjavik

Meinta hryðjuverkamálið: „Hann heldur að Píratar séu sjóræningjar en ekki stjórnmálaflokkur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sveinn Andri Sveinsson er verjandi annars mannanna, sem nú situr í gæsluvarðhaldi; grunaður um skipulagningu hryðjuverka. Segir Sveinn Andri að umbjóðandi hans sé meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein; segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka.

|
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Mynd/ Rakel Ósk Sigurðardóttir

Fram hefur komið að Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum; þeir voru teknir höndum fyrir um það bil fjórum vikum.

Mennirnir eru grunaðir um vopnalagabrot og að hafa framleitt skotvopn með þrívíddarprentara; einnig fyrir að hafa rætt sín á milli í gegnum netskilaboð þar sem fram kom vilji til að fremja hryðjuverk á Íslandi sem og tilræði við þekkta Íslendinga.

Sveinn Andri segir að „eftir samtöl við minn umbjóðanda sýnist mér að það hafi verið farið fullgeyst af stað í þessu máli með blaðamannafundum og öðru slíku og efnisatriði málsins sýnist mér vera þannig að þarna er um að ræða vopnalagabrot,“ og bætir við að umbjóðandi hans hafi gengist við vopnalagabroti; mennirnir hafi þó ekki verið farnir að grípa til raunverulegra aðgerða; einungis sé til staðar spjall þeirra á milli:

„Misheppnað grín hjá þessum tveimur drengjum; en að um sé að ræða skipulag hryðjuverka á opinni spjallrás, það stenst engan vegin. Minn umbjóðandi er meinleysisgrey og gerir ekki flugu mein; eins langt frá því að vera efni í hryðjuverkamann og hugsast getur. Hann hefur engan áhuga á stjórnmálum, heldur að Píratar séu sjóræningjar en ekki stjórnmálaflokkur og svo framvegis,“ segir Sveinn Andri og bætir við:

„Ég er ekki viss að það nái svo langt að þeir verði ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Ég efast að málið nái svo langt. Mín tilfinning er sú að þeir endi á að verða ákærðir fyrir vopnalagabrot og þeir muni játa þau.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -