Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Meintir brotamenn Gæslunnar þrír að lágmarki – Eldri málum lokið með sátt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls hafa komið upp þrjú mál um kynferðislega áreitni inn á borð Landhelgisgæslunnar undanfarin ár. Ef marka má svör gæslunnar eru hinir meintu brotamenn þrír talsins. Tekið var á tveimur þeirra fyrir nokkru og segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi að málin tvö hafi verið leyst með sátt.

Mannlíf opnaði síðan á frekari ásakanir um brot gegn konum um borð í skipum gæslunnar og í því nýjasta máli koma þrír skipherrar Landhelgisgæslunnar til greina. Ásgeir neitar að staðfesta brotamanninn til að beina ljósinu frá hinum skipherrunum tveimur, sem vegna þessa liggja áfram undir grun. Með því að neita að staðfesta nafn á meintum geranda, varpar Landhelgisgæslan sök á alla þrjá skipherra gæslunnar.

Blaðamaður Mannlífs sendi sundurliðaðar spurningar á Ásgeir upplýsingafulltrúa. Vörðuðu þær mál skipherra sem sendur var í leyfi í gær eftir að Mannlíf birti frétt sem tengdust einelti og kynferðislegri áreitni innan sjódeildar gæslunnar.

Sjá einnig: Segja konur áreittar og niðurlægðar á skipum Landhelgisgæslunnar

Þó fæstum spurningum hafi verið svarað fékkst það þó staðfest að tvisvar sinnum áður hefur verið tilkynnt um kynferðislega áreitni hjá Landhelgisgæslunni. Um var að ræða tvo brotamenn.
Samkvæmt Ásgeiri var báðum málunum lokið með „sátt milli aðila.“ Ekki vildi hann segja blaðamanni í hverju sú sátt var fólgin, né hver þessara þriggja starfandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni hafi verið sendur í leyfi vegna málsins sem upp komst um helgina.
„Þar sem um viðkvæm starfsmannamál er að ræða er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að svara öðrum spurningum af tillitssemi við alla hlutaðeigandi. Landhelgisgæslan vinnur eftir stefnu og viðbragðsáætlun Landhelgisgæslu Íslands gegn einelti, ofbeldi og áreitni á vinnustað,“ segir Ásgeir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -