Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Meintum barnaníðingi sagt upp hjá Húsasmiðjunni: „Ég veit þér er sama, en ég gæti farið í fangelsi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tálbeitan á TikTok fletti á dögunum ofan af meintum barnaníðingi sem hugðist hitta 12 ára strák.

Fylgjendur aðgangsins á TikTok könnuðust við manninn og í athugasemdum við færsluna kom ábending um að maðurinn ynni sem yfirmaður í einni af verslunum Húsasmiðjunnar.

Margir fylgjendur tálbeitunnar merktu Húsasmiðjuna í athugasemdum.

Einhverjum dögum seinna kom athugasemd frá umsjónarmanni TikTok aðgangsins að manninum hafi verið vikið úr starfi:

„Það er búið að reka hann,“ sagði í færslunni.

Mannlíf leitaði viðbragða hjá Húsasmiðjunni. Rætt var símleiðis við Eddu Björk Kristjánsdóttur mannauðsstjóra Húsasmiðjunnar. Samkvæmt beiðni hennar hefur fyrirtækinu borist skrifleg fyrirspurn. Enn hafa engin svör fengist. Fréttin verður uppfærð þegar svör berast.

- Auglýsing -

Hélt að hann væri að tala við 12 ára dreng

Forsaga málsins er að maðurinn nálgast tálbeituna að fyrra bragði á SnapChat. Hann tjáir sig og segist vera 45 ára gamall og spyr tálbeituna um aldur. Sá segist vera 12 ára gamall.

Samtalið heldur áfram og maðurinn biður tálbeituna um myndir af lim drengsins til sönnunar á hversu graður hann sé. Samtalið heldur áfram og maðurinn virðist véfengja myndir tálbeitunnar. Hann bendir á að myndirnar sýni ekki sama getnaðarliminn.

- Auglýsing -

Meðvitaður um glæpinn

„Þú ert 12 ára og það er glæpur fyrir mig að ríða þér,“ skrifar maðurinn til tálbeitunnar sem segist ekki nenna að tala lengur við hann og spyr hvort hann ætli að hitta sig eða ekki.

Maðurinn svarar:

„Mig langar,“ og bætir við: „Ég veit þér er sama, en ég gæti farið í fangelsi“.

Maðurinn bendir tálbeitunni á að hann geti verið kærður fyrir það eitt að senda mynd af getnaðarlimi sínum. Þrátt fyrir það sammælast þeir um að hittast í bíl mannsins og stunda samræði. Maðurinn viðurkennir að vera bæði stressaður og graður og spyr tálbeituna:

„Heldurðu að þú verðir harður?“

Í myndskeiðinu sést bifreið mannsins.

Tálbeitan gengur að bílnum og segir ökumanninum að opna. Í samtali þeirra á milli segir maðurinn ekkert hafa ætlað sér með drenginn og lofar að gera aldrei neitt þessu slíku aftur. Framkemur að þeir hafa verið að spjalla saman í tvo eða þrjá daga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -