Meira en tvöfaldur verðmunur á snyrtistofum landsins – VERÐKÖNNUN – Þú getur sparað 55 þúsund

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þú getur sparað þér 55 þúsund krónur á ári með því að sækja ódýrustu snyrtistofuna í stað þeirrar dýrustu. Fyrir eitt skipti á þeirri dýrustu getur þú farið tvisar á þá ódýrustu og átt jafnframt afgang fyrir einum bragðaref útí í ísbúð.

Mannlíf fór á stúfana og gerði verðkönnun á 73 snyrtistofum á landsvísu. Í ljós kom að 232 prósenta verðmunur er á litun og plokkun á milli ódýrustu stofunnar og þeirrar dýrustu. Tekið skal fram að hugsanlega er þjónustustig eitthvað mismunandi milli stofa og í sumum tilvikum getur verið um ófaglærðan starfsmann að ræða. Með því að velja þá ódýrustu getur þú hins vegar sparað 4.640 krónur á mánuði. Það gerir 55 þúsund króna sparnað yfir árið.

Í verðkönnun Mannlífs kemur í ljós talsverður munur er á litun á augabrúnum ásamt plokkun eða vaxi. Sumar snyrtistofurnar gáfu upp tímalengd meðferðar sem var á bilinu 20 til 45 mínútur, ásamt verði. Að öðru leyti voru meðferðirnar eins. 

Sjá einnig: Gífurlegur verðmunur á klippingum – VERÐKÖNNUN – Fjölskyldan getur sparað 17 þúsund á mánuði

Litun og plokkun er meðferð sem margir fara í mánaðarlega. Sé litið til sex mánaða getur einstaklingur sparað sér 27.840 krónur, sé litið til dýrustu (Dimmalimm) og ódýrustu stofunnar (Snyrtistofan Ösp), óháð staðsetningu. 232,6 prósenta munur er því á milli stofa.

Séu bornar saman dýrasta stofan á höfuðborgarsvæðinu, Dimmalimm og sú ódýrasta, Snyrtistofa Rósu, getur einstaklingurinn sparað 25.140 krónur yfir sex mánaða tímabil. getur einstaklingurinn sparað 4.190 á mánuði eða 50.280 á ári. 198 prósenta munur var á milli stofanna.

Á listanum hér að neðan má sjá nöfn þeirra snyrtistofa sem kannaðar voru, verð fyrir litun og plokkun og svo hvar á landinu þær eru staðsettar:

Nafn stofuVerð Staður
Cosy5900Reykjavík
Snyrtistofa Grafarvogs4900Reykjavík
Gyðjan5900Reykjavík
Snyrtistofan Ágústa5900Reykjavík
Dimmalimm7040-8140Reykjavík
Krisma4900Reykjavík
Guinot MC snyrtistofan5900Reykjavík
Paradís5200Reykjavík
Laine veide4500Reykjavík
Verði þinn vilji5200Reykjavík
Neglur og list4100Reykjavík
Fætur og fegurð4600Reykjavík
Royal beauty4900Reykjavík
Laugar Spa5990Reykjavík
Hilton Reykjavík Spa5900Reykjavík
Unique hár og spa5600Reykjavík
Dekur hornið5200Reykjavík
Helena fagra5900Reykjavík
Comfort Snyrtistofa5900Reykjavík
Hreyfing spa5800Reykjavík
Salon Ritz4900Reykjavík
Fegurð og spa5200Reykjavík
Snyrtistofan Mizú5300Reykjavík
Snyrtistofan Bella5200Reykjavík
Krisma4900Reykjavík
Mimos nudd og snyrtistofa4500Reykjavík
Hrund5600Kópavogur
Heilsa og fegurð5600Kópavogur
Bonita5390Kópavogur
Snyrtistofan Rós5900Kópavogur
Hafblik4980Kópavogur
Snyrtistofan Jóna5800Kópavogur
Modus 4300Kópavogur
Snyrtistofan Garðartorgi5400Garðabær
Sisco snyrtistúdíó 4800Garðabær
Snyrtistofan Kopar 5390Garðabær
Snyrtistofan Fegurð5500Hafnarfjörður
Beauty salon Snyrtistofa5300Hafnarfjörður
Snyrtihornið Mist5200Hafnarfjörður
Lipurtá5800Hafnarfjörður
Þema 5200Hafnarfjörður
Snyrtistofa Rósu 3950Hafnarfjörður
Carita 5400Hafnarfjörður
Hár og snyrtistofan Ziva3000-5700Keflavík 
Snyrtistofan Draumórar 4500Reykjanesbær
Snyrtistofan Vallý4500Suðurnesjabær
Snyrtigallerý4500Keflavík 
Líkami og sál5800Mosfellsbær
GK Snyrtistofa4690Mosfellsbær
Snyrtistofan Nærvera4990Mosfellsbær
Face Snyrtistofa 4990Akranes
Snyrtistofan Mey 5100Akranes
Wanita Snyrtistofa 4600Sauðárkrókur
Snyrtipinninn 4700Þingeyjarsveit
Abaco Heilsulind5700Akureyri
Snyrtistofan Lind 5100Akureyri
Arona snyrti og fótaaðgerðastofa5000Akureyri
Snyrtistofa Gunnhildar5400Akureyri
Snyrtistofan Liljan 4390Akureyri
Snyrtistofan Sveitasæla5000Akureyri
Karisma5000Akureyri
Snyrtistofan Alda 5100Egilsstaðir/Neskaupstaður 
Snyrtistofan Eva 4900Selfoss
Snyrtistofan Metta5300Selfoss
Riverside snyrting4400Selfoss
Snyrtistofan Athena4900Hveragerði
Snyrtistofan Ösp3500Hveragerði
Snyrtistofa Fríðu 3800Þorlákshöfn
Snyrtistofa Ágústu 3900Vestmannaeyjar 
Mandala Snyrtistofa4600Vestmannaeyjar 
Snyrtistofan Lena4500Ísafjörður
Beauty by Aga4500Ísafjörður
Mánagull 4200Bolungarvík

 

Höfundur: Svava Kristín Sveinbjörsdóttir

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -