• Orðrómur

Meira frelsi: Þú mátt vera lengur á pöbbnum og fjöldatakmarkanir rýmkaðar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Almennar fjöldatakmarkanir voruð liðkaðar úr 150 í 300 manns og eins metra reglan tekur við af tveggja metra reglunni, er meðal þeirra reglna sem við tóku í afléttingaráætlun stjórnvalda á miðnætti í nótt. Nýju reglunar gilda í tvær vikur, til 29. júní.

Veit­inga­stöðum er heim­ilt að hleypa fólki inn til miðnætt­is en þurfa að loka klukku­tíma síðar.

Þeim er enn gert að halda skrá yfir gesti og skylt er að bera grímur þegar eins metra ná­lægðar­tak­mörk­un verður ekki við komið. Krár, skemmti­staðir og spil­astaðir munu ekki þurfa að halda slíka skrá frá og með deg­in­um í dag en að öðru leyti gilda sömu regl­ur þar og á veit­inga­stöðum.

- Auglýsing -

Lík­ams­rækt­ar­stöðvum og sund­stöðum er heim­ilt að taka við leyfi­leg­um há­marks­fjölda en þar gild­ir eins metra regl­an og lík­ams­rækt­ar­stöðvar þurfa að halda skrá yfir gesti.

300 manna há­mark gild­ir enn í hvert sótt­varna­hólf á sitj­andi viðburðum eins og íþrótta­leikj­um, sviðslist­ar­sýn­ing­um, ráðstefn­um, fyr­ir­lestr­um og öðrum slíku. Þar mun grímu­skylda einnig áfram gilda en eng­in krafa gerð um nánd­ar­mörk.

Sóttvarnarlæknir þakkar árangurinn góðum árangri bólusetninga auk ein­stak­lings­bund­inna sótt­varna. Hann ít­rek­ar þó að veir­an fyr­ir­finn­ist í sam­fé­lag­inu sem og hið ytra og því þurfi að fara var­lega í all­ar til­slak­an­ir.

- Auglýsing -

Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara og skipa í millilandaferðum og skipa sem stunda fiskveiðar. Einnig tekur reglugerðin ekki til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila og annarra sambærilegra stofnana, en þær skulu setja sérreglur um sóttvarnir.

Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk eiga ekki við um börn sem fædd eru 2015 eða síðar og umm skólastarf gildir sama reglugerð.

215 þúsund manns hafa verið bólusettir

 

- Auglýsing -

Fjöldi, nálægðarmörk, grímunotkun – nánar

Hámarksfjöldi

 • Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 300 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými.
 • Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk taka ekki til barna sem fædd eru 2015 eða síðar. Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2005 og síðar.
 • Fjöldatakmörkunin gildir ekki um almenningsamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila (s.s. lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks). Einnig gildir hún ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis, þjóðaröryggisráðs og þegar dómstólar fara með dómsvald sitt.

Nálægðarmörk

 • Á öllum vinnustöðum og í annarri starfsemi þarf að tryggja 1 meters nálægðarmörkin á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum.

Grímunotkun

 • Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 1 meters nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2005 eða síðar.
 • Andlitsgrímur skal nota þar sem húsnæði er illa loftræst og þar sem ekki er unnt að tryggja 1 meters nálægðartakmörkun. Það á við um heilbrigðisþjónustu, innanlandsflug og -ferjur, almenningssamgöngur, leigubifreiðar og hópbifreiðar, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn.
 • Undanþegnir grímuskyldu eru þeir einstaklingar sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun. Jafnframt eru þeir undanþegnir grímuskyldu sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.

Starfsemi sem felur í sér sérstaka smithættu

Viðburðir þar sem gestir sitja:

 • Heimilt er að falla frá nálægðarmörkum að því gefnu að allir gestir beri andlitsgrimu. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin grímuskyldu. Þátttaka allra gesta skal skráð á númeruð sæti þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Varðveita skal skráninguna í tvær vikur. Koma skal í veg fyrir blöndun milli hólfa, m.a. fyrir og að loknum viðburði.
 • Lyfja- og matvöruverslanir og aðrar verslanir mega taka á móti fimm manns á hverja 10 m² og tryggja skal að minnsta kosti 1 meter á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum.
 • Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir hafa heimild til að hafa allt að 150 manns á sviði, þ.e. á æfingum og sýningum. Heimilt er að taka á móti allt að 300 sitjandi gestum án nálægðartakmarkana og er þeim skylt að nota andlitsgrímu. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn. Heimilt er að selja eða bjóða veitingar í hléi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki talin með.
 • Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar mega hafa opið til kl. 24 alla daga vikunnar með að hámarki 150 gesti í rými og 1 meters nálægðarmörkum. Allir gestir skulu skráðir á nafn, kennitölu og símanúmer. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 1.
 • Skemmtistaðir og krár mega hafa opið til kl. 24 alla daga vikunnar með að hámarki 150 gesti í rými. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir skulu skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 1.
 • Spilakassar og spilasalir mega hafa opið til kl. 24 alla daga vikunnar með að hámarki 150 gesti í rými. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 1.
 • Sundstaðir eru opnir fyrir leyfilegan hámarksfjölda.
 • Heilsu- og líkamsræktarstöðvar eru opnar fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta, en þó mega ekki vera fleiri en 300 manns í hverju rými og 1 meters nálægðarmörk virt. Viðskiptavinir skulu skráðir fyrirfram og sótthreinsa skal búnað á milli notenda.
 • Tjaldstæðum er heimilt að taka á móti leyfilegum hámarksfjölda. Gætt verði að 1 meters nándarreglu og grímuskylda ef ekki verður hægt að tryggja hana. Um veitingasölu á tjaldsvæðum gilda sömu reglur og um veitingasölu almennt.

 

Íþróttastarf á vegum ÍSÍ

 • Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, eru heimilar. Gætt skal að sóttvörnum og sameiginleg áhöld sótthreinsuð eftir notkun og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað út reglulega.
 • Íþróttakeppnir barna og fullorðinna eru heimilar og leyfilegt að taka á móti allt að 300 sitjandi gestum og er þeim skylt að nota andlitsgrímu. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn, kennitölu og símanúmer.
 • Í íþróttum sem ekki tilheyra Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands skal setja leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins.
 • Vinnustaðir, opinberar byggingar og þjónusta
 • Tryggja þarf 1 meters nálægðarmörk milli einstaklinga í sama rými og viðeigandi hámarksfjölda. Enginn samgangur má vera á milli rýma.

 

Sóttvarnir

 • Þrífa og sótthreinsa yfirborðsfleti eins oft og hægt er, sérstaklega algenga snertifleti eins hurðarhúna og handrið.
 • Tryggja þarf aðgang að handsótthreinsi við innganga og í grennd við algenga snertifleti, s.s. snertiskjái, innkaupakerrur og afgreiðslukassa.
 • Minna almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum.

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -