Þriðjudagur 6. desember, 2022
1.8 C
Reykjavik

Meirihlutinn í Reykjavík kennir litlu atvinnuleysi um að erfitt sé að ráða starfsfólk á leikskóla

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það kemur fram í minnisblaði skóla- og frístundasviðs borgarinnar, sem lagt var fyrir borgarráð, að alls eru 187 pláss ónýtt á leikskólum Reykjavíkurborgar vegna þess að ekki hefur tekist að fullmanna leikskólanaskólana.

Einnig að enn á eftir að ráða í 83 stöðugildi í 67 leikskólum; meðan það er ekki gert er ómögulegt að taka inn börn í leikskóla.

Meirihlutinn í Reykjavík kennir stöðu á vinnumarkaði um þetta ástand; lítið atvinnuleysi hefur orðið til þess að erfiðara er ráða fólk í vinnu á leikskólum.

Borgarfulltrúi Sósíalista, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, segir í ályktun að þess sé krafist að kjör og starfsaðstæður leikskólastarfsfólks verði betri.

Vísað er í upplýsingar úr áðurnefndu minnisblaði þar sem sést afar mikil starfsmannavelta á leikskólum; sem útskýrir að illa hafi gengið að bæta mönnun á síðustu vikum.

Sósíalistar telja þetta endurspegla léleg kjör starfsfólks leikskóla Reykjavíkurborgar.

- Auglýsing -

Reykjavíkurborg setti sér það markmið árið 2018, að öll börn eigi að geta komist inn á leikskóla við tólf mánaða; fyrir árslok 2023. Virðist vera að nokkuð sé í að það markmið náist.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -