Föstudagur 6. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Mengunarslys á Bíldudal – Þúsund lítrar af maurasýru láku út

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slökkvilið Vesturbyggðar var kallað til í nótt vegna mengunarslyss er um það bil eitt þúsund lítrar af maurasýru láku úr bamba á iðnaðarsvæði á Bíldudal, en þetta kemur fram á fréttavefnum Vísi.

Sem betur fer sakaði engan sakaði; en maurasýra er ákaflega ertandi við snertingu sem og innöndun.

Þetta sagði Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, í samtali við fréttastofu Vísis.

Sagði einnig að mannskapur af þremur stöðvum hafi farið í útkallið; frá Patreksfirði –  Bíldudal sem og Tálknafirði.

Það var um klukkan eitt í nótt sem verið var að afferma flutningabíl fullan af bömbum fylltum maurasýru á iðnaðarsvæði er gat kom á einn bambann.

Kemur fram að maurasýra er notuð í ýmsum tilgangi; fóðurgerð, votheysgerð og einnig verkun á ýmsum fiskiafurðum.

- Auglýsing -

Áðurnefndur Davíð Rúnar segir að starfsmönnnum á svæðinu hafi tekist að koma sér burtu án þess að fá á sig sýruna eða anda henni að sér í of miklu mæli, en maurasýra sé svo ertandi að hún brenni í gegnum slökkviliðsbúning. Einnig sé uppgufun af henni afar skaðleg öndunarfærum og augum.

En sem betur fer er engin hætta á ferð lengur; svæðið sé iðnaðarsvæði og lítil íbúabyggð í nágrenni þess og því hafi íbúum Bíldudals ekki stafað nein hætta af mengunarslysi þessu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -