• Orðrómur

Mesta afrek Ivans að opna hjarta sitt meira fyrir ástinni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hinn hæfileikaríki og sjarmerandi tónlistarmaður, Ivan Mendez var undir Stækkunargleri Mannlífs í vikunni.
Akureyringurinn Ivan býr, starfar og stundar nám í Berlín um þessar mundir.
Hann var áður í hljómsveitinni GRINGLO, en er nú sóló listamaður. Ivan vinnur nú að nýrri plötu sinni sem ber nafnið FAR-FÜGL. En nú þegar eru komin út tvö lög af plötunni, hægt er að hlusta á þau ásamt fleiri lögum Ivans á Spotify.

Mannlíf komst að því að Ivan á ekki sjónvarp, hann elskar villt kakó og hann gerði samning við ömmu sína þegar hann var lítill sem stendur enn.

Ivan Mendez

- Auglýsing -

Fjölskylduhagir? Hagur fjöldans er skylda. Ég er fjölhleypur og eina barnið sem ég þarf að bera ábyrgð, á eins og staðan er núna, er það sem býr innra með mér.

Menntun/atvinna? Menntaður hársnyrtir, núverandi í námi við Catalyst Berlin í „Music Production & Sound Engineering.” Annars legg ég stund á tónlistarsköpun og Cacao athafnir.

Uppáhalds Sjónvarpsefni? Á ekki sjónvarp en lendi oftast inni á einhverju YouTube channeli að nördast yfir tónlist þegar mig langar að tengja mig við stafræna heiminn.

- Auglýsing -

Leikari? Jim Carrey, alla leið alltaf.

Rithöfundur? Gunnar Dal, Carlos Castaneda, Hermann Hesse, Ási í Bæ, Rudolf Steiner…

Bók eða bíó? Fer eftir skapi að aðstæðum auðvitað, en ég er ástríðufullur bókaormur.

- Auglýsing -

Besti matur? Kólumbískar Arepas og villt Cacao.

Kók eða Pepsí? Ég lofaði ömmu að hætta að drekka kók þegar ég var lítill, í staðinn hætti hún að reykja. Við höldum okkar loforði enn.

Fallegasti staðurinn? Hjartað.

Hvað er skemmtilegt? Að muna að maður er til.

Hvað er leiðinlegt? Að gleyma því óvart.

Hvaða flokkur? Þursaflokkurinn. Þegar það kemur að ruslaflokkun hef ég dálæti af pappa.

Hvaða skemmtistaður? Bara hvar sem ég geti verið berfættur að dansa í sólinni!

Kostir? Ástríðufullur, einbeittur, miskunnsamur, hjartnæmur.

Lestir? Aðallega neðanjarðarlestir, en þær fara með mig heim á endanum.

Hver er fyndinn? Sá sem leitar.

Hver er leiðinlegur? Sá sem sjálfur heldur sig vera það.

Trúir þú á drauga? Ég hafði mikla trú á Casper hér áður fyrr, en eftir að Laddi lék draug í myndinni „Ófeigur” missti ég alfarið trú á draugum.

Stærsta augnablikið? NÚNA.

Mestu vonbrigðin? Vonin hefur ekki brugðist mér enn þá. En hún kemur mér oft á óvart.

Hver er draumurinn? Þessi hérna, sem við lifum öll í saman.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Að klára plötuna mína og að opna hjarta mitt meira fyrir ástinni. 

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Það yrði þversögn, þar sem eitt af markmiðum mínum er að hafa alltaf markmið.

Manstu eftir einhverjum brandara? Nei en ég skal skálda kosmískan brandara.
Guddi vildi upplifa eitthvað nýtt svo að hann breytti sér tímabundið í Góa og gleymdi því samstundis hver hann í raun og veru var. Gói var ringlaður í þessum nýja líkama og hélt lengi vel að hann væri bara Gói. Einn daginn vildi hann vita meira og ákvað að horfa á sjálfan sig í spegli. Í fyrstu sá hann ekkert svo hann færði sig nær. Á endanum var Gói kominn svo nálægt speglinum að hann horfði inn í augun á sjálfum sér. Þegar hann gægðist inn um þær gáttir sá hann alheiminn, sólkerfi, stjörnur, plánetur, svarthol, ljós, myrkur, rými, efni og allt sem til er í efnisheiminum. Hann brosti, hló óstjórnlega og mundi þá að hann hafði í raun alltaf verið Guddi.

Vandræðalegasta augnablikið? Einu sinni, þegar ég var 6 ára, datt ég og missti buxurnar niður um  mig samtímis. Þegar ég leit upp sá ég stelpuna sem ég var skotinn í, hún benti á mig og hló. Þessi minning hefur fært mér mikið á hlátri og gleði allar götur síðan. Alltaf vinsæl saga í partýjum.

Sorglegasta stundin? Að kveðja Tuma, hundinn minn.

Mesta gleðin? Að elska.

Mikilvægast í lífinu? Að elska.

Hægt er að hlýða á tónlist Ivans hér að neðan.

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -