Þriðjudagur 28. mars, 2023
-2.8 C
Reykjavik

Mesti fólksflótti sem sést í Evrópu frá seinni heimstyrjöld

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fólksflóttinn frá Úkraínu síðustu daga er sá mesti sem sést hefur í Evrópu síðan í seinni heimstyrjöldinni. Þetta segir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Aldrei áður hefur jafn mikill fjöldi flúið eitt land á jafn stuttum tíma og nú er að gerast.

Rúv fjallaði um málið í dag. Þar kemur fram að samkvæmt upplýsingum Flóttamannastofnunarinnar hafa rúmlega þrettánhundruð þúsunda manna flúið Úkraínu eftir að Rússar hófu innrás sína í landið og hófu árásir sínar á helstu borgir landsins, meðal annars höfuðborgina, Kænugarð. Samkvæmt sérfræðingum stofnunarinnar er búist við að yfir 1,5 milljónir manna verði flúnir landið fyrir lok helgarinnar.

Í samtali við Reuters segir Filippo Grandi, framkvæmdarstjóri stofnunarinnar að um sé að ræða mesta og örast vaxandi flóttamannavanda í Evrópu síðan í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Langflestir eða rúmur helmingur flóttamannanna, um 750.000 manns, flúði til Póllands en hátt á annað hundrað þúsund hefur flúið til Ungverjalands og tugir þúsunda til landa eins og Slóvakíu, Rúmeníu, Moldóvu og fleiri nágrannalanda.

Grandi sagði einnig í samtalinu að flestir flóttamennirnir séu búnir að leita á náðir vina á ættingja sem búa í Evrópu en varar við að næstu bylgjur gætu orðið flóknari.

Ef Rússar hætta ekki árásum sínum reiknar Flóttamannastofnunin með að yfir fjórar milljónir Úkraínumanna muni flýja landið á næstu mánuðum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -