Metin falla í hrönnum

Deila

- Auglýsing -

Fjölmörg met tengd veðri hafa fallið í sumar, einkum á Suðvesturhorninu.

Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá því á veðurbloggi sínu að allt stefni í að júlímánuður verði sá hlýjasti sem vitað er um í Reykjavík. Einnig verði mánuðurinn sá hlýjasti á öldinni við Faxaflóa.

Vorið var einnig óvenjulega hlýtt, raunar það næsthlýjasta frá upphafi mælinga. Hlýjast var það árið 1974. Í Stykkishólmi var úrkomulaust í 37 daga, frá 21. maí til 26. júní, og er það lengsti þurrkur sem mælst hefur þar frá upphafi mælinga.

Það eru ekki bara hita- og sólskinsmet að falla því í vikunni gekk yfir mesta þrumuveður frá því mælingar hófust. Á tæpum sólarhring laust niður 1.800 eldingum á landi og landgrunni, flestar suður og suðaustur af landinu.

- Advertisement -

Athugasemdir