Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Miðbæjarelítan æf yfir karlaklefa Sundhallarinnar: „Þetta er bara þjófnaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Facebook hópnum Íbúar í Miðborg segir Hanna Kristín frá vandamáli í karlaklefum Sundhallarinnar. „Þð er eitthvað undarlegt á seyði í karlaklefunum í Sundhöllinni, segir eiginmaðurinn mér. Heimaríkir karlar virðast taka lykla að einstaklingsklefunum með sér heim.“ Segir hún að 1/3 þessara skápa séu nú auðir, læstir og lyklalausir. „Maður sagði mínum manni að þessir karlar ættu það líka til að fela lyklana uppi á skápunum. Starfsfólk Sundhallarinnar er að reyna að ná lyklunum af þessum mönnum, en gengur það illa. Þetta er bara þjófnaður.“

Í athugasemdarkerfinu segir Svanur nokkur að um eldgamalt vandamál sé að ræða, „það sem er nýtt er einhver tilraun hjá þeim að hafa lykla að skápum í afgreiðslu og þú þarft að biðja um hann.“

Þá segir Hilmar að hann hafi vanið komur sínar í Sundhöllina frá árinu 2005 en aldrei upplifað vandamálið jafn sterkt og nú. „Freki kallinn? Þetta er ótrúleg ósvífni, ef satt reynist. Það verður að hugsa upp eitthvað nýtt kerfi – það hlýtur að vera búið að sjá fyrir svona hlutum í einhverjum kerfum. Kort, merki (token), segullás á armbandi… Eitthvað. Þetta gengur augljóslega ekki svona.“

Pétur telur sig vita ástæðuna, „ég geri ráð fyrir að þetta sé andóf gegn nýju skápunum sem eru lyklalausir – þ.e. maður borgar sig inn í sund og kemst þá að það eru ekki lengur lyklar í almennu skápunum, heldur átti maður að koma með lás með sér – þeir vilja bara tryggja að geta læst veskin sín inni í skáp án þess að burðast með hengilás að heiman.“

Ari spyr mjög gildrar spurningar í einni athugasemdinni; „Af hverju ekki bara sama skápakerfi og í Laugardalnum?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -