Mánudagur 6. desember, 2021
2.8 C
Reykjavik

Miðborgarelítan óttaslegin vegna barnahrellis: „Hafa fleiri lent í þessu?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Unglingspiltur virðist stunda það að hrella börn í miðborg Reykjavíkur. Eltir hann þau á leið heim á kvöldin. Foreldrar eru uggandi yfir þessu.

Þórdís er áhyggjufull en hún setti færslu fram í hópnum Íbúar í Miðborg þar sem hún segir frá raunum sonar síns. „Sonur minn var á leið heim frá vini sínum í kvöld. Hann tók eftir einhverjum að ganga fyrir aftan hann niður Njarðargötu. Hann varð smeykur og fór að hlaupa. Þá fór hinn líka að hlaupa. Hafa fleiri lent í þessu?“ Veltir hún því svo fyrir sér hvort þetta gæti verið tilviljun eða hvort einhver hafi verið að hræða fleiri krakka.

Kristján hefur tekið eftir þessu áður. „Þetta er unglingur, séð hann gera þetta þrisvar.“

Þórdís spyr Kristján þá hvort hann viti um hvern sé að ræða. „Spurning hvort það sé hægt að stöðva þetta einhvern veginn.“ Þá bætir hún því við að börnin hennar séu mjög skelkuð eftir þetta og eigi erfitt með svefn.

Kristján segist ekki vita hver þetta sé en að hann sé að þvælast oft á milli Melaskóla og Vesturbæjarskóla og sé greinilega íbúi í hverfinu. „Ég kann illa við að taka mynd af viðkomandi en ég get það ef þú vilt.“

- Auglýsing -

Sonur Kristínar hefur einnig lent í þessu. „Vá, hélt að minn væri að ímynda sér hluti… hefur tvisvar nefnt þetta!“

Ásta segir að það verði að tala við viðkomandi ungling, „þetta er áreitni og ekki í lagi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -