• Orðrómur

Miðilshæfileikarnir meðfæddir

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þórhallur Guðmundsson fæddist 4. febrúar 1961 í Reykjavík og uppalinn í Laugarneshverfi og Vogahverfi. Þórhallur vann í Verslunarbankanum þar til hann var lagður niður árið 1990 og sneri sér þá alfarið að miðilsstörfum. Í viðtölum hefur hann sagt miðilshæfileikana meðfædda, en eftir setu á bænafundum og heimsókn í Sálarrannsóknafélag Íslands hafi mótast „ákveðnir hlutir og maður sá hvert förinni var heitið,“ eins og hann sagði í viðtali við Feyki 14. júní árið 2017.

Þórhallur starfaði með Sálarrannsóknarfélagi Reykjavíkur og Sálarrannsóknarfélagi Akureyrar. Þórhallur starfaði í útvarpi og sjónvarpi í nærri tvo áratugi. Á Bylgjunni og Stöð 2 var hann með sjónvarpsþáttinn Lífsaugað, sem flutti yfir á norðlensku útvarpsstöðina VOICE í ágúst árið 2006, en hætti í maí 2008. Þættirnir voru endurvaktir í sjónvarpi árið 2009 á SkjáEinum, en í þeim annaðist Þórhallur svokallaðar skyggnilýsingar fyrir áhorfendur í sal, og í því fólst meðal annars að hafa samband við framliðna.

Í áðurnefndu viðtali í Feyki fyrir þremur árum voru lokaorð Þórhalls: „Þegar maður deyr er spurt hvað maður lætur mikið eftir sig, en englarnir munu spyrja: Hvað hefur hann sent mörg góðverk á undan sér? Góðverkin í þessu lífi eru uppskeran í því næsta.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Lofaði skilaboðum frá látnum föður

Sjá einnig: „Pabbi er alltaf með mér“

Sjá einnig: „Gísli er Gísli og hann er gangandi kraftaverk“

- Auglýsing -

Efnisorð

Deila

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -