Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Miður sín yfir fráfalli Mána: „í dag missti ég ekki bara besta vin minn heldur bróðir minn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hákon  segir að dagurinn í dag sé sá allra versti, því í dag hafi hann ekki bara misst sinn besta vin heldur bróður sinni líka. Hann missti hundinn Mána sem hann segir að ekki sé hægt að lýsa á auðveldan hátt því hann var stór partur af honum og fjölskyldunni. „Hann var ekki bara hundur“ segir Hákon. Frá missi sínum segir Hákon inn á Facebook hópnum Hundasamfélaginu“.

 

Blessuð sé minning hans. Mynd: Facebook

„Þessi dagur hefur verið sá versti í dag missti ég ekki bara besta vin minn heldur bróðir minn það er ekki hægt að lýsa þessum ljúfa hundi í einu orði hann var ekki bara hundur heldur var hann stór partur af mér og fjölskyldu. Þú vissir alltaf hvað skildi gera þegar ég var sár eða reiður þú gast alltaf komið mér í gott skap ég á svo erfitt með að trúa að þú sért farin frá okkur heimur er svo tómlegur heimilið er svo tómlegt án þín elska þig og sakna þín svo mikið elsku bróðir“. Hákon er auðsjáanlega miður sín yfir missinum sem er ekki skrítið því dýr eru yfirleitt hluti af fjölskyldum og fólk getur tengst þeim nánum og sterkum böndum.

Hákoni berast margar samúðarkveðjur við innlegg sitt frá meðlimum hópsins. Hann svarar þeim með þessum orðum: Takk fyrir allar kveður við eigum svo erfitt með að átta okkur hvað gerst svo tómlegt her heima engin sem tekur á móti mér engin sem sefur uppi engin sem eltir mann í kringum húsið engin sem passar upp á mann svo fengu við fréttir í gær að það eru hvolpar á leiðinni undan honum fáum einn Mánason eftir Mána mínum við fjölskyldan erum saman her að hugsa til hans og hans minningar. Hann Lifði góðu lífi með okkur hann verður ávalt hjá okkur í hjörtum okkar“.

 

Mannlíf vottar Hákoni og fjölskyldu samúð vegna fráfalls Mána.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -