Milljarðamæringar heimsins

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Milljarðamæringar heimsins eru 2.153 talsins samkvæmt samantekt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes.

Raun­veru­leika­stjarn­an og snyrti­vöru­fram­leiðand­inn Kylie Jenner var áberandi í fréttum fyrr í mánuðinum þegar greint var frá því að hún er er yngsti „sjálf­skapaði“ millj­arðamær­ing­ur sögunnar sam­kvæmt Forbes.  Jenner er 21 árs og eru auðæfi hennar metin á um milljarð dollara.

Samkvæmt samantekt Forbes eru milljarðamæringar heims 2.153 talsins en þeim hefur fækkað um 55 frá því á síðasta ári. Í samantektinni kemur ýmislegt áhugavert fram, meðal annars það að tveir aðrir milljarðamæringar undir þrítugu eru sagir „sjálfskapaðir“ milljarðamæringar ásamt Jenner. Það eru þeir John Collison, 28 ára, og Evan Spiegel, einnig 28 ára.

Stofnandi Amazon, Jeff Bezos, trónir þá á toppi listans yfir ríkustu einstaklinga heims. Eign­ir Bezos nema nú 131 millj­arði Banda­ríkja­dala.

Françoise Bettencourt Meyers er svo rík­asta kona heims en Bettencourt-fjöl­skyld­an er aðal­eig­andi franska snyrti­vöru­fyr­ir­tæk­is­ins LOreal. Eign­ir Françoise  eru metn­ar á 49,3 millj­arða dollara.

Í samantekt Forbes kemur einnig fram að kvenkyns milljarðamæringum hefur farið fjölgandi með árunum og eru þeir nú 243 talsins, til samanburðar voru þeir 172 talsins fimm árum áður.

Samantekt Forbes má skoða í heild sinni hér.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Ballarin á leynifundi með Ármanni

Orðrómur Ein stærsta ráðgátan eftir útboð Icelandair er höfnunin á tilboði athafnakonunnar Michael Roosevelt Ballarin sem hermt er...

Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar nú 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar framleiddar árin 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki...