Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Milljónatjón Hafþórs eftir að hafa ekið Teslu í poll: „Þetta er ekki í lagi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hafþór Pálsson Teslu-eigandi situr uppi með fjögurra milljóna tjón á bifreið sinni eftir að hafa ekið henni í poll nýverið. Bifreiðaumboðið firrir sig ábyrð á tjóninu þar sem vatnið var dýpra en 20 sentímetrar.

„Þetta er ekki í lagi,“ segir Hafþór í samtali við Vísi vegna málsins, þar sem hann setur fram miklar efasemdir um það hvort Tesla-bifreiðarnar þoli íslenskar aðstæður. Bíllinn hans gaf upp öndina eftir að hann ók í pollinn og núna bíður hann eftir nýrri rafhlöðu til landsins. Kostnaðurinn við viðgerðina er 4 milljónir króna og fellur hann alfarið á Hafþór.

Bilunin varð við það að raki komst inn á aðalrafhlöðu bifreiðarinnar. Í fyrstu fékk Hafþór þau svör hjá umboðinu að bíllinn væri í ábyrgð, en síðar kom allt annað hljóð í strokkinn hjá umboðinu.

„Eins og ég man þá eru held ég sextán sentímetrar undir bílinn og þá eru þetta kannski fjórir sentímetrar fyrir ofan. Þannig að ef Tesla-bíll, samkvæmt ábyrgðarskilmálum sem nota bene ég hef ekki lesið… Tesla aðilinn á Íslandi segir mér að þá er hann úr ábyrgð ef tjón verður við það að aka í dýpri poll en 20 sentímetrar,“ segir Hafþór og bætir við:

„Eftir þessa reynslu… þá er klárlega einhver hönnunargalli í bílnum miðað við íslenskar aðstæður. Ég held að þetta sé stórathugavert; þetta er ekki í lagi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -