Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

„Minn lærdómur af þessu öllu er að læra að elska sjálfan mig, það er ferli sem ég er að vinna í“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlynur Kristinn Rúnarsson upplifði skelfilega hluti þegar hann var í neyslu, segist hafa verið sjálfhverfur og skaðað fólkið í kringum sig.

Hlynur er breyttur maður í dag og hefur stofnað góðgerðasamtök, Það er von, til að vinna að forvörnum. Hlynur prýðir forsíðu helgarblaðs Mannlífs.

Á góðum stað í dag

Eftir að Hlynur kom úr meðferð fór hann að skrifa einlægar færslur á Facebook sem hafa vakið mikla athygli og segir að fyrst hafi allur dagurinn farið í að fylgjast með hverjir „lækuðu“ og skrifuðu athugasemdir. „Þessi þörf fyrir viðurkenningu minnkar með hverjum degi og hverri færslu. Álit annarra mun ekki breyta neinu, ég er ánægður með það sem ég skrifa og það er gott að geta verið ánægður án þess að bíða stöðugt eftir samþykki samfélagsins þó að jákvæð viðbrögð gleðji mig að sjálfsögðu. Þegar ég sýni fólki inn í hugarheim okkar fíkla þá speglar fólk oft ákveðið mynstur sem fíkill eða aðstandandi fíkils.“

Hlynur hefur þegar haldið einn fyrirlestur fyrir unglinga í Borgarholtsskóla og hefur hann fullan hug á að halda fleiri slíka. Hann rifjar upp að þegar hann var unglingur og var viðstaddur fyrirlestur um forvarnir þá fólst hann í að sýna myndir af hversu illa neyslan færi með fólk útlitslega. „Ég vel hins vegar frekar að segja frá hvaða afleiðingar neyslan hefur. Neysla gerir mann heimskan, það er bara vísindalega sannað og það vill enginn vera heimskur.

„Ég vil vera forvörn, ég vil segja krökkum og unglingum það að edrúlíf sé betri kostur og betra líf. Það verður enginn glaður í hjartanu við að vera í neyslu.“

Ég vil vera forvörn, ég vil segja krökkum og unglingum það að edrúlíf sé betri kostur og betra líf. Það verður enginn glaður í hjartanu við að vera í neyslu. Ég vil sýna fólki það að með breyttu viðhorfi þá er hægt að breytast. Sumir trúa því ekki, en ég vil kveikja trú á því að það sé hægt. Ég get miðlað af minni reynslu og hverju hún skilaði mér.

- Auglýsing -
Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Í dag líður mér vel og ég er að gera hluti sem eru uppbyggilegir. Ef ég held áfram sömu leið þá mun mér líða betur og betur. Og ég hef tekið ábyrgð og viðurkennt og reynt að bæta fólki upp það tjón sem ég hef valdið því. Auðvitað get ég ekki ætlast til þess að fólk fyrirgefi mér allt strax, eins og móðir mín sem ég setti í gegnum hreint helvíti en hún hvetur mig áfram í öllu sem ég geri í dag,“ segir hann.

„Áður, þegar ég var að selja og í neyslu, var ég alltaf karlinn sem átti allt og var að leitast við að halda öllum góðum, alltaf að sækjast eftir viðurkenningu og á svo röngum stöðum að leita eftir ást og viðurkenningu hjá fólki sem hefur enga ást og viðurkenningu að gefa. Þessi glæpon sem hafði allt færði mér enga hamingju og ég fullyrði að ég hef ekki verið hamingjusamur síðustu 10-11 árin. Hamingjan kemur innan frá og maður skilur það ekki fyrr en maður bragðar á henni.

Í dag er ég með það markmið fyrst og fremst að verða hamingjusamur og láta gott af mér leiða, auðvitað langar mig til að eignast fjölskyldu og þetta eðlilega, eigin íbúð og slíkt. Minn lærdómur af þessu öllu er að læra að elska sjálfan mig, það er ferli sem ég er að vinna í.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Hlyn í heild sinni í nýjasta Mannlífi. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -