- Auglýsing -
Væntanlegt í dag er minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir og fer það fyrir ráðherranefnd í framhaldinu.
Þetta hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfest.
Núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudaginn.
Eins og eðlilegt er hefur Þórólfur ekkert vilja tjá sig opinberlega um minnisblað sitt sem gert verður opinbert í dag.
Á síðastliðnum sólarhring greindust rúmlega 200 smit innanlands, sem er næstmesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi frá því að Covid 19 fór að láta á sér kræla.