Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Miriam Petra syrgir konu sem hún hitti einu sinni: „Maður veit aldrei hvaða fólk snertir við manni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad minnist skólasystur föður hennar í færslu sem hefur vakið talsverða athygli á Twitter. Miriam er hálf egypsk og lýsir því hvernig skólasystkini hans hafi haldið sambandi svo áratugum skipti. Hún kynntist einni skólasystur hans og varði með henni einum degi í París. Hún lést nýverið og skrifar Miriam færsluna af því tilefni.

„Hversu mikið tengist þið grunnskólanum ykkar? Þráður, en ekki alveg um það sem þið haldið: Pabbi minn gekk í grunnskóla í Kaíró á árunum 1948-1956 sem hét English School Cairo. Grunnskóli að enskri fyrirmynd, skólabúningar, God save the King/Queen, allur pakkinn. Krakkarnir voru egypskir, grískir, Armenar, ítalskir, franskir, breskir, múslimar, kristnir, gyðingar – þverskurður af egypsku samfélagi þess tíma. Umrótatímar á árunum 1952-56 enda með Suez stríðinu og skólanum er lokað. Krakkarnir fara öll í sitthvora áttina, pabbi sendur til Englands í nám og endar svo á Íslandi (önnur saga, líka áhugaverð). Margir enda á Bretlandi, einhverjir í N-Ameríku, sumir áfram í Egypt. Þetta fólk er enn, áratugum seinna, að halda reunion. Þau voru nota bene 6-14 ára í þessum skóla. Fljúga milli landa til að mæta,“ lýsir Miriam.

Hún fór eitt sinn á slíkt bekkjarmót. „Árlega er haldið eitt í Kaíró OG eitt í London. Í fyrra var mér boðið að vera semi heiðursgestur á hittingnum í London – fyrir hvað? Jú þeim þótti svo vænt um pabba, honum fannst alltaf svo gaman að hitta þau, kannski ég vildi koma? Ég skellti mér með Eurostar og bauð gamalli bekkjarsystur með mér. Hún náttúrulega heillaði armensku hjónin á borðinu okkar upp úr skónum með ferðasögum frá Armeníu og ég kynntist gömlum vinum pabba. Og sögurnar sem þetta fólk hefur að segja frá þessum tíma, eftirstríðsárin, mið-Austurlönd – & vinátta sem enn er svo sterk,“ segir Miriam.

Ein skólasystir hafði svo samband við Miriam síðar. „Fór svo aftur til Parísar þar sem ég bjó þá og nokkrum mánuðum seinna hafði ein gömul kona úr hópnum samband, vildi bjóða mér í hádegismat fyrst hún var í bænum. Fyrir matinn kíktum við inn í Sacré Cœur og hún keypti endalaust af minjagripum og dóti fyrir vini sína, “Miriam, you see, I also like to pray in churches, it’s all the same god, really who cares” – nákvæmlega eins og pabbi sagði svo oft. Þannig var bara stemmingin þegar þau voru að alast upp í Egypt. Hún gaf mér svo kerlingarlega peysu í gjöf, Parísarbolla úr túristabúð og fáránlegt magn af kleenex pökkum. Gat ekki afþakkað, þeir sem hafa hitt gamlar miðausturlenskar konur tengja.Kleenexið kom sér reyndar vel löngu seinna þegar það var orðið kalt í París,“ segir Miriam.

Hún segir að lokum að þetta sýni vel að maður veit aldrei hvaða fólk snerti við manni. „Ahh Camélia. Hún talaði og talaði, hætti ekki að brosa og hlæja, var eins og ætti auka ömmu í 1 dag Frétti áðan að hún væri dáin. Ég tók því nærri mér, hún var svo hlý og góð við mig, dóttur manns sem hún var með í grunnskóla árið 1949ish og þau voru ekki einu sinni saman í bekk. Camélia, hvíldu í friði þú dásamlega kona. English School Cairo var greinilega magnaður skóli Bottom line. Maður veit aldrei hvaða fólk snertir við manni né hvaða tíma það hefur á jörðinni. Fólk er dásamlegt og að bindast vinaböndum getur greinilega lifað af aðskilnað heimsálfa og tíma. That’s all. Eigið góða nótt .“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -