Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Misskilningur varð til þess að sjónvörpum rigndi yfir Svavar: „Takk samt kærlega fyrir hlýhuginn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svavar nokkur auglýsti eftir gefins sjónvarpstæki á Facebook fyrir fátækan vin sinn sem væri að vinna sig úr alkóhólisma. Fjölmargir buðu fram tæki fyrir viðkomandi en þá kom í ljós að tungumálaörðugleikar urðu til þess að manninn vantaði alls ekki sjónvarp.

Svavar setti inn eftirfarandi færslu í hópinn Gefins, allt gefins! á Facebook:

„Óska eftir sjónvarpi fyrir pólskann mann sem er að feta sín fyrstu bataskref við alkohólisma.. ef eitthver á tæki sem er nothæft með fjarstýringu væri það vel þegið,“ sagði Svavar.

Eins og áður sagði stigu margir fram og buðu fram sjónvarpstæki gefins. Síðar uppfærði Svavar færslu sína þar sem í ljós hafði komið misskilningur. „Updeit: Ég skildi ekki pólska manninn nógu vel hann var að spurja mig um router fyrir sjónvarp en ekki sjónvarp. Elsku yndislega fólk eg misskildi pólska manninn honum vantar router fyrir sjónvarp en ekki sjónvarp. Takk samt kærlega fyrir hlýhug til hans með sjónvarp,“ segir Svavar.

Ágústa er ein úr hópnum sem gladdist, bæði fyrir framtakinu og misskiningnum. „Hahha en sætt!! Þú ert voða goður að hjálpa honum svona mikið. Ef hann vantar eitthvað meira geturu sent mér PM,“ segir Ágústa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -