Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Mikil samúð með Seyðfirðingum: Hjartnæmar kveðjur frá heimsbyggðinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Seyðisfjörður er þjóðargersemi og einn fallegasti kaupstaður landsins. Þyrping húsa í norskum stíl er eitt sérkenni staðarins sem oft er kallaður Aldamótabærinn. Nú ríkir þar djúp og mikil sorg eftir hrikalegar náttúruhamfarir. Neyddust nokkrir bæjarbúa til að forða sér á hlaupum undan aurskriðunum. Í gær var svo tekin sú ákvörðun að rýma svæðið.

Fyrsti viðkomustaður þeirra túrista sem ferðast sjóleiðina með Norrænu er Seyðisfjörður. Flestir falla fyrir þorpinu og sumir fara aldrei aftur heim. Gríðarlegur fjöldi útlendinga sem hefur ferðast til Íslands hafa á samfélagsmiðlum sent íbúum á svæðinu samúðarkveðjur. Þá hefur söfnun verið hrundið af stað bæði fyrir Rauða krossinn og björgunarsveitina Ísólf.

Í venjulegu árferði er mikið líf í bænum og er eitthvað við að hafa allt árið um kring. Náttúran er stórbrotin og á Seyðisfirði syngja fossarnir á milli tignarlegra en líka ógvekjandi fjallstinda sem gnæfa yfir bænum. Nemandi af erlendum uppruna , búsettur á svæðinu lýsti Seyðisfirði á eftirfarandi hátt:

„Í fyrsta skiptið sem ég kom hingað varð ég ástfanginn af staðnum. Fólkið hérna er mjög skrítið og blítt á sama tíma. Hér er líka nóg af plássi fyrir alla.“ Hann bætti við að upplifun hans og marga annarra væri að hin háu og ógnandi fjöll gættu íbúanna og orka þeirra væri hvetjandi. En gríðarleg rigning í langan tíma varð þess valdandi að aurskriður féllu á bæinn.

Ótal áhrifamiklar og átakanlegar myndir fóru í deilingu á samfélagsmiðlum. Voru íbúar og þjóðin öll í áfalli.Þar mátti sjá íbúa þorpsins í faðmlögum, að reyna stappa stálinu í hvora aðra en slík sjón þykir ekki algengt á tímum COVID.

En líkt og kemur fram hér að ofan, þá eru ekki aðeins hin íslenska þjóð sem er harmi slegin. Á samskiptamiðlum eins og á Twitter og Facebook er að finna ótal hjartnæm skilaboð til Seyðfirðinga og stuðningsyfirlýsingar. Skilaboðin eru bæði frá fólki sem búið hefur á svæðinu og þeirra fjölmörgu sem ferðast hafa til Íslands fyrir COVID.

- Auglýsing -

Mannlíf minnir líka á söfnunarreikning hjá Rauða krossinum og hvetur lesendur til að deila fréttinni eða upplýsingunum sjálfum áfram.

Það má styrkja Björgunarsveitina Ísólf hér: kt: 580484-0349  R: 0176 – 26 – 5157

Hér fyrir neðan má sjá aðeins brot af þeim kveðjum sem er að finna á Twitter.

- Auglýsing -

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -