• Orðrómur

Mjölnir flutti inn kampavín Róberts Wessman – Alvogen fær „helmingsafslátt“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Stundin greinir frá því  að bardagaklúbburinn Mjölnir hafi haft milligöngu um að flytja inn kampavín Róberts Wessman, sem hafi verið selt hér á landi til veitingastaða og Alvogen. Wessman One, kampavín Róberts, mun hafa verið boðið starfsmönnum fyrirtækisins á ýmsum viðburðum. Heimildir Stundarinnar herma að það hafi verið Drukkstofa Óðins, sem hafi flutt umrædd vín inn fyrir Róbert, „í einhverjum tilfellum“ eins og Lára Ómarsdóttir staðfestir. Mjölnir og Drukkstofa Óðins hafa þannig haft milligöngu um kampavínsinnflutning Róberts og aðstoðað við að koma þeim í sölu hér á landi, meðal annars til veitingastaða. Ekki er vitað hvers vegna Róbert ákveður að biðja bardagaklúbb um að flytja inn Wessman One.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur Róbert gert tilraun til að selja kampavínið sitt á fjölmörgum veitingastöðum hér á landi, þar á meðal Apótekinu, Kjarvalsstofu, Reykjavík Meat og Sjálandi í Garðabæ. Vínið þykir dýrt og hefur selst illa eftir því sem heimildarmenn Mannlífs greina frá, meðal annars vegna þess hversu dýr þau eru. DV reyndi að fá upplýsingar um „dularfulla verðið“ en Apótekið neitaði að gefa upp hvað umrætt kampavín kostaði. Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa starfsmenn Alvogen og Alvotech hinsvegar verið ánægðir með vín Róberts og telja þau í háum gæðaflokki.

„Margoft býður Róbert upp á vínin sín en í þau skipti sem félögin hafa keypt þau, hafa þau fengið í það minnsta helmingsafslátt“, segir Lára Ómarsdóttir talsmaður Róberts við Stundina.

- Auglýsing -

Róbert „stærra vörumerki en Alvogen“

Lára segir jafnframt að hluthafar Alvogen líti svo á að Róbert sé einskonar vörumerki, sem sé ekki síðra en vörumerki Alvogen, enda sé Róbert í raun stærra nafn en Alvogen. „Hluthafar hafa því verið ánægðir með að bjóða upp á vínin, sem eru margverðlaunuð og í hæsta gæðaflokki“, bætir Lára við.

Óvíst er hvort CVC Capital Partners og Temasek, sem teljast meðal stærstu fjárfestingasjóða heims, séu upplýstir um kampavínskaup Alvogen, eða hvort þeir taki undir orð Láru Ómarsdóttur, um að Róbert sé í raun stærra vörumerki en Alvogen.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Lífsstílsráð frægra kvenna

Þessar frægu fegurðardísir eru flestar þekktar fyrir heilbrigðan lífsstíl og luma á nokkrum góðum ráðum fyrir okkur...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -