• Orðrómur

Móðir Dagnýjar fór í aðgerð og vaknaði ný kona: Kastaði sér af þriðju hæð stuttu síðar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Móðir Dagnýjar Maggýjar Gísladóttur fór í einfalda aðgerð og varð aldrei söm. Málið er nokkuð dularfullt en móðir hennar veiktist á geði eftir aðgerðina og svipti sig lífi að lokum. Dagný sagði frá þessu í Sunnudagssögum á Rás 2.

Dagný segir móður sína hafa verið glaðværa fyrir aðgerðina en nánast önnur kona vaknaði eftir aðgerðina, sú var glímdi við ofsakvíða og djúpt þunglyndi. „Það gengur ekkert, engin lyf duga. Það er allt reynt. Við vorum í raun algjörlega ráðalaus og gátum lítið gert,“ lýsti Dagný. Móðir hennar gerði samtals þrjár tilraunir til sjálfsvígs á innan við ári frá aðgerðinni. Í þriðja skiptið tókst henni ætlunarverkið.

Svo virðist sem aðgerðin hafi vakið upp gamla drauga en fljótlega fór hún að ræða atburði í æsku sem hún hafði aldrei sagt neinum í nánustu fjölskyldu. „Það sem sló mig strax í byrjun var að hún segir við mig: Af hverju var mér kastað milli veggja? Þá kemur í ljós að hún hafði verið beitt ofbeldi, afi hafði verið harðhentur við hana og beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi.“

- Auglýsing -

Móðir hennar fór í aðgerðina í apríl og hennar fyrsta tilraun til sjálfsvígs var í júní stuttu síðar. Niðurstaðan varð sú að senda hana á Klepp, en það þótti móður hennar mjög þungbært. „Fyrir mömmu var þetta lokastöðin og hún vildi alls ekki fara inn á Klepp, svo við tókum ákvörðun í samráði við hennar lækni að þvinga hana til þess sem er tímabundið úrræði.“

Þegar leigubíllinn var nýkominn til að sækja hana og fara með hana á Klepp reyndi mamma hennar aftur sjálfsvíg. Þá kastaði hún sér fram af þriðju hæð. Hún lifði það af en hryggbrotnaði. „Ég hugsa um okkur systkinin, maður er svo bjargarlaus. Þarna vorum við orðin rosalega hrædd um hana. Þar hefst þessi rússíbanareið sem stóð bara yfir í rétt rúmt ár. Hún fer í þessa einföldu aðgerð og það bara gerist eitthvað,“ sagði Dagný.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -