• Orðrómur

Móðir drengsins sem ekki var kallaður upp á svið: „Ekki bættari með hatursáróðri“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ástarþakkir fyrir góðar viðtökur við grein um illa gerð skólaslit sem voru vanhugsuð í meira lagi og særandi,“ segir Birna Gylfadóttir sem er móðir drengsins sem ekki var kallaður upp á svið við skólaslit nýverið.

Birna segir að „tilgangurinn með þessu var að vekja athygli á þessu máli og að slikt atvik gerist aldrei aftur.“ Hún segir að tilgangurinn með því að vekja athygli á málinu hafi hins vegar alls ekki verið „að taka skólastjóra og starfsfólk skólans af lífi. Þau hafa gert margt undurgott og líka klúðrað – eins og við öll – við erum öll mannleg og gerum mistök; Guð einn veit að ég hef gert mistök trekk í trekk.“

Birna segir að eins mikið og henni þyki vænt um stuðning fólks í kommentakerfinu, sms-um og öðrum skilaboðum „þá er ég leið þegar fólkið sem að þessu stóð stendur fyrir framan aftökusveit – það var ekki tilgangur fréttarinnar. Tilgangur minn var sá að fyrirbyggja að svona nokkuð gerist aldrei aftur; hvorki hér né annarsstaðar og ég hugsa og vona að þeim tilgangi sé náð; við erum ekki bættari með hatursáróðri og ljótu nafnakalli. Það er nákvæmlega það sem við eigum að kenna – þeim sem yngri erum – að það er rangt. Ég veit að ef við stöndum saman þá verður breyting til hins betra í svona málum smátt og smátt.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -