Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Móðir Ólivers kemur skólastjórnendum til varnar: „Ekkert barn vill meiða eða særa annað barn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Elín Ásmundsdóttir, móðir Ólívers litla sem þolað hefur landvarandi einelti í Garðabæ, segir skólastýru Sjálandskóla góða konu og að skólinn hafi reynt að hjálpa. Hjálpin var bara ekki næg og því hafi sonurinn ekki þolað þar lengur við.

Samfélagið í Garðabæ leikur á reiðiskjálfi eftir að greint var frá einelti í garð Ólívers, ellefu ára drengs í Sjálandsskóla. Heimildir Mannlífs herma að óánægju hafi gætt vegna málsins innan skólans, meðal foreldra í Garðabæ og meðal forsvarsmanna íþróttafélagsins í bænum.

Fáir, ef nokkrir, draga í efa frásögn Sigríðar af skelfilegu einelti sem Ólíver sonur hennar hefur orðið fyrir. Áðurnefnd óánægja snýr hins vegar að því að móðirin hafi hvorki gefið skólanum né íþróttafélaginu þar sem drengurinn iðkaði íþróttir nægjanlegt svigrúm til að virkja verkferla og taka á málinu áður en farið var með frásögnina í fjölmiðla.

Nú biður móðirin netverja að hætta að úthrópunum. Mikilvægt sé að hafa aðgát í nærveru sálar. Sigríði hefur sviðið í hjartað við að lesa athugasemdir í kommentakerfunum. Hún fullyrðir í nýrri færslu sinni á Facebook að skólinn hafi lagt sig fram um að leysa máið.

Börn að leik við Sjálandsskóla. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

„Við eigum að hjálpast að í baráttunni gegn einelti og standa saman. Ekki úthrópa skólastjórnendum, foreldrum gerenda í eineltismálum eða gerendum sjálfum sem eru börn. Einblínum á að uppræta einelti í samfélaginu okkar og á að finna leiðir til þess sem virka. Leiðir til að reyna að koma í veg fyrir að einelti eigi sér stað og lausnir sem virka til þess að uppræta eineltismál. Gerum þetta saman og hjálpum öllum sem koma að þessum málum. Þolendum að sjálfsögðu en líka gerendum því það vill ekkert barn meiða eða særa annað barn, hjálpum börnum að læra að gera það ekki,“ segir Sigríður og bætir við:

„Þegar ég var lítil hékk alltaf innrammað plakat uppi á vegg í eldhúsinu heima þar sem stóð: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þessi setning er greipt í huga mér og þess vegna svíður mig í hjartað þegar ég les sumar athugasemdir í kommentakerfinu. Ég vandaði mig þegar ég skrifaði stöðuuppfærsluna á fimmtudagskvöldið því ég vildi ekki ásaka neinn enda er skólastýran góð kona og skólinn reyndi þó svo hann hafi ekki tekið nógu fast á málinu miðað við hversu alvarlegt eineltið var orðið, mitt barn var komið að þolmörkum. Auðvitað var sárt að staðan hafi verið orðin það slæm að hann hafi ekki getað hugsað sér að vera áfram í skólanum. Ég var í einlægni að segja frá birtingamynd eineltis með þá von í brjósti að það gæti, meðal annars, hjálpað einhverjum í sömu sporum, látum það vera afleiðingarnar; að knýja fram breytingar til hins betra svo við öll getum tekið betur á eineltismálum fyrir börnin okkar.“

- Auglýsing -

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Sesselja Þóra Gunnarsdóttir, skólastjóri Sjálandsskóla, ekki viljað ræða við Mannlíf. Því neitaði Ósk Auðunsdóttir aðstoðarskólastjóri einnig.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -