• Orðrómur

Morðið á Grenimel: Gesti var nauðgað um kvöldið og myrti gerandann stuttu síðar með skærum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Skelfilegir atburðir áttu sér stað á Grenimel í Reykjavík haustið 1981; nauðgun og morð – mál sem vakti mikinn óhug í íslensku samfélagi þetta árið.

Þýskur blómaskreytingarmaður fannst látinn á heimili sínu 18. september árið 1981.Hann hét Hans Fritz Joachim Arnold Wiedbusch og var fæddur árið 1936. Hans fór kvöldið örlagaríka á skemmtistaðinn Óðal við Austurvelli.

Hans hitti þar mann sem hét Gestur Guðjón Sigurbjörnsson – fæddur árið 1953 – og bauð honum heim með sér, sem Gestur þáði.

Gestur var þarna nýgreindur með geð- og taugasjúkdóma; var ný kominn af geðdeild Landspítalans þegar hann hitti Hans á Óðali.

Þegar Hans og Gestur voru komnir heim heim til Hans drukku þeir áfengi þeir og neyttu vímuefna.

Ekki löngu síðar sagðist Gestur vera þreyttur og sagðist ætla heim til sín. Hans vildi að Gestur myndi gista hjá honum, og gaf honum tvær svefntöflur til að hjálpa honum að sofa.

- Auglýsing -

Ekki löngu síðar vaknaði Gestur við það að Hans var að nauðga honum, og brá eðlilega mikið.

Eftir nauðgunina fór Gestur inn á baðherbergi þar sem hann fann skæri, sem hann notaði við morðið á Hans.

Í skýrslu sagðist Gestur hafa hugsað um leið og hann vaknaði upp við nauðgunina að hann hann yrði að drepa Hans, sem og hann gerði.

- Auglýsing -

Svo fór að Gestur var dæmdur til tólf ára fangelsisvistar; til refsilækkunar var tekið tillit til þess að nauðgunin kom Gesti eðlilega í mikla geðshræringu og að ásetningur hans til manndráps var ekki fyrir hendi áður en morðið var framið.

Gestur lést árið 1999.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -