Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Morðið á Ólafi: Barinn illa og hníf beitt á hálsi hans: Skilinn eftir í gömlum vörubíl til að deyja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1953 fannst Ólafur Sívertsen Ottesen (1890–1953) nær dauða en lífi í vörubíl við Kirkjuveg í Keflavík.

Þegar komið var að honum var búið var að breiða ullarteppi yfir Ólaf, en hann hafði verið mjög illa barinn í höfuðið.
Íbúar við Kirkjuveg fundu Ólaf fyrir tilviljun þann 12. mars 1953, um hádegisbil, en þá hafði hann legið þar síðan um miðja nóttina.
Ólafur var enn á lífi en var rænulítill; gat ekki sagt lögreglu meira en nafn sitt.
Síðar kom í ljós að Ólafur hafði ætlað sér aftur í teiti á Kirkjuvegi sem hann hafði verið í áður um kvöldið, en var hins vegar meinuð innganga. Þrír menn, bandaríski hermaðurinn Robert Raymond Willits (1922–?), Arnar Semingur Andersen (1935–2017) og Einar Gunnarsson (1932–) neituðu honum um inngöngu.
Gaf Robert Ólafi kjaftshögg og barði í höfuðið svo hann missti meðvitund. Ofbeldismennirnir skildu Ólaf eftir í fiskikari rétt hjá húsinu og héldu áfram að skemmta sér þrátt fyrir hinn hræðilega verknað.
Síðar um nóttina náðu þeir félagar í Ólaf og færðu í vörubílinn; við það rankaði Ólafur við sér og börðu mennirnir hann þá harkalega aftur þar til hann rotaðist, en Arnar beitti einnig einnig hníf á háls Ólafs.
Síðan breiddu þeir ofbeldisfélagar ullarteppi yfir Ólaf og skildu hann eftir í vörubílnum til að deyja og héldu aftur í samkvæmið.
Þótt Ólafur hafi ekki látist þarna um nóttina þá voru barsmíðarnar og og hnífurinn sem beittur var á hálsi svo alvarlegar að hann lést á spítala 24. mars, tólf dögum eftir árásina. Hann hafði varla haft neina rænu allan þann tíma.
Kveðið var upp úr að dánarorsök Ólafs var mikill heilahristingur af völdum margra þungra högga á höfuð. Einnig kom í ljós að Ólafur hafði ökklabtotnað og á  annarri öxl við árásina.
Mennirnir þrír voru í kjölfarið ákærðir og hlaut Robert þriggja ára fangelsisvist, Arnar tvö ár og Einar þrjá mánuði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -