• Orðrómur

Morðið á Þorsteini í Stóragerði var hrottafengið – Myrti velgjörðarmann sinn með melspíru

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hinn 25. apríl 1990 mætti Þorsteinn Guðnason, 48 ára starfsmaður olíufélagsins Esso, snemma á vinnustað sinn, bensínstöðina við Stóragerði. Eins og hans var vani tók hann öryggiskerfið úr sambandi og hóf hefðbundinn undirbúning komandi vinnudags.

Það sem gerðist þennan morgun fyllti þjóðina hryllingi en Þorsteini var ráðinn bani á einstaklega skelfilegan hátt.

Fjölmiðlar landsins voru undirlagðir af frásögnum af þessu níðingsverki og smám saman tók atburðarrás voðaverknaðarins á sig mynd.

- Auglýsing -

Bauð inn í kaffi en stunginn með melspíru

Rétt ríflega klukkan sjö um morgunin bar tvo menn að stöðinni sem tjáðu Þorsteini að bíll þeirra hefði bilað í nágrenninu. Þorsteinn bauð mönnum inn og hellti upp á kaffi fyrir þá. Mennirnir vorume Guðmundur Helgi Svavarsson, 28 ára, og Snorri Snorrason, 34 ára.

Raunveruleg ætlan þeirra var aftur á móti að ræna bensínstöðina.

- Auglýsing -

Það sem nákvæmlega gerðist næst veit enginn, en ljóst er að mennirnir réðust að Þorsteini með grimmilegum hætti. Þorsteinn mun ekki hafa veitt mótspyrnu enda óttaðist hann mjög um líf sitt. Slógu þeir Þorstein með þungum hlut í höfuðið svo hann féll til jarðar. Því næst slógu þeir hann í hnakkann áður en þeir drógu fram melspíru sem þeir stungu ítrekað í bak og brjóst Þorsteins. Melspíra er oddhvasst tól, notað við að splæsa saman víra í fiskiskipum. Þegar Þorsteinn var látinn rændu mennirnir peningaskáp bensínstöðvarinnar og höfðu á brott mér sér ríflega hálfa milljón króna í peningum og ávísunum.

Óku þeir á brott á bifreið fórnarlambs síns sem þeir skildu síðan við á Vesturgötunni.

Grunur lögreglu staðfestur

- Auglýsing -

Leit lögreglu að morðingjum Þorsteins var með lengsta móti en sex dagar liðu frá morðinu þar til lögregla taldi sig geta handtekið þá Guðmund Helga og Snorra. Í viðtali við RÚV árið 2013  sagði Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, slíkt óvenjulegt þar sem lögregla upplýsti flest morðmál á fyrstu sólarhringunum og sé biðstaða sem þessi afar erfið fyrir alla málsaðila og samfélagið allt.

Lögregla beindi sjónum sínum aðallega að fólki sem hafði unnið á bensínstöðinn og þekkti þar til staðhátta. Ennfremur var talið eiturlyfjaneytendur ættu hlut að máli og féll grunur á mann sem hafði þekkt Þorstein. Reyndist það vera Snorri Snorrason. Við nánari rannsókn kom í ljós að Þorsteinn hafði reynst þessum banamanni sínum einstaklega vel í gegnum tíðina.

Bentu hvor á annan

Eftir veruna á bensínstöðinni hafði Snorri verið á sjó en líf hans einkennst sífellt meira af notkun áfengis og fíkniefna. Bjó hann ásamt konu sinni og öðru pari í miðbænum og var þar um Guðmund Helga að ræða sem átti yfir höfði sér dóm fyrir innflutning af eitt þúsund skömmtum af LSD.

Við yfirheyrslur neituðu þeir Snorri og Guðmundur alfarið svo dögum saman að hafa orðið Þorsteini að bana en viðurkenndu þó verknaðinn að lokum. Bar þeim ekki saman um hvað gerðist hafði inni á bensínstöðinni og sökuðu hvor annan um dauða Þorsteins. Báðir munu þeir hafa sagt konum sínum frá verknaðinum og öll fjögur höfðu þau notað ránsfengin dagana eftir morðið. Öll voru þau fíkniefnaneytendur sem lögregla þekkti til.

Hrottafengin og undirbúin árás

Konurnar voru dæmdar fyrir yfirhylmingu og að þiggja gjafir sem keyptar voru fyrir ránsfenginn.

Í Sakadómi var Guðmundur Helgi dæmdur til 20 ára fangelsisvistar og Snorri til 18 ára. Segir í niðurstöðu dómsins að  telja verði sannað að það hafi vakað fyrir mönnunum báðum, þegar þeir lögðu af stað í ránsförina, að ráða Þorsteini bana. Dómurinn taldi að báðir mannanna hefðu átt jafna og fulla sök á dauða hans. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásin á Þorstein var hrottafengin og undirbúin.

Dómnum var sjálfkrafa áfrýjað til Hæstaréttar sem mildaði dómana í 17 ár yfir Guðmundi og 16 ár yfir Snorra.

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -