Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Morðið í Rauðagerði: Fjórir handteknir til viðbótar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögeglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar vegna hins hrottalega morðs sem framið var um helgina í Rauðagerði. Fyrir eru fjórir menn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Aftaka var framin við Rauðagerði um miðnætti á laugardag. Ungur maður á fertugsaldri var tekinn af lífi á hrottalegan og kaldrifjaðan hátt. Hinn myrti var Íslendingur, Armando Beqiri, sem á ættir að rekja til Albaníu. Hann settist hér að annan jóladag árið 2014, lærði tungumálið, kynntist konu og giftist, eignaðist barn og átti von á öðru kríli í fangið örfáum mánuðum síðar, eiginmaður, faðir og fyrirtækjaeigandi í Gerðunum. Unnusta hans er nú gengin 24 vikur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -