Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Morðið við Rauðagerði: Anton laus en í fjögurra vikna farbann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Athafnamanninum Antoni Kristni Þórarinssyni hefur verið sleppt úr haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hann úrskurðaður í fjögurra vikna farbann. Hann hafði áður setið í tveggja vikna gærsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar á hinu hrottalega morði á Armando Bequiri í Rauðagerði um miðjan febrúar.
Anton, eða Toni eins og hann er gjarnan kallaður, varð á dögunum landsfrægur eftir að trúnaðargögnum lögreglu var lekið í fjölmiðla en þar kom fram að Anton hafði um árabil verið upplýsingagjafi lögreglunnar í undirheimunum
Vegna málsins var Litháenskum karlmanni einnig sleppt úr haldi lögreglu en skipaður í átta daga farbann vegna rannsóknarinnar. Talið er að lengd farbanns þessara tveggja manna, Antons annars vegar og Litháans hins vegar, skýrist af stöðu þeirra í málinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn málsins miði vel.
Enn eru fimm í haldi vegna morðrannsóknarinnar. Gæsluvarðhald yfir fjórum þeirra rennur út á morgun og einn verður í haldi fram á föstudag. Lögreglan hefur gefið það út að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -