Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Morðið við Svartárvatn: Myrti ófríska ástkonu sína

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðfinna Jónsdóttir, vinnukona, fannst látin í grynningum í Svartárvatni rétt hjá Svartárkoti á Norðausturlandi, 16. september árið 1891. Hafði hún verið myrt.

Guðfinna, sem var fertug, hafði átt í ástarsambandi við tvítugan vinnumann að nafni Jón Sigurðsson en vann hann á Mýri í Bárðardal. Varð Guðfinna ólétt eftir Jón sem hafði heimsótt hana daginn áður og gist um nóttina. Var hún þá komin hálfa leið á meðgöngunni. Eftir að Jón fór segir í blaðinu Norðurljós árið 1891 þegar Jón hafi farið hefði Guðfinna komið inn í baðstofu og verið hin glaðasta. „Hafði hún þá orð á því, að Jón hefði verið fremur venju hlýlegur við sig.“ Bað hún svo húsmóður sína um fararleyfi þetta kvöld og það fékk hún. Hitti hún Jón við Svartárvatn. Var hún mjög glöð að sjá hann.

Jón hins vegar var ekki eins ánægður með fundinn en hann veittist strax að ástkonu sinni, tróð vettlingunum sínum upp í hana og hélt fyrir vit hennar þar til hún var öll. Þá henti hann Guðfinnu í ána og fór aftur til vinnu.

Þrátt fyrir að leit hófst að Guðfinnu strax daginn eftir, fannst lík hennar ekki fyrr en þremur dögum eftir morðið. Vá þá lík hennar flutt til Svartárkots en fólkið á bænum grunaði strax að andlátið hefði ekki borið á fyrir slysni. Sent var eftir sýslumanninum á Héðinshöfða sem reið strax af stað til Svartárkots. Á sama tíma sendi hann amtmann sinn að sækja héraðslækninn á Akureyri sem kom að bóndabænum 24. september.

Fljótlega féll grunur á Jón Sigurðsson og var tekin sú ákvörðun að hann skyldi vera viðstaddur krufninguna á Guðfinnu. Eftir hana úrskurðaði héraðslæknirinn að orsök andlátsins væri köfnun og það af mannavöldum. Sýslumaðurinn reið að Svartárvatni í rannsóknarleiðangur og fann þar fótsport. Gróf hann fótsporið upp og hafð með sér til Svartárkots. Voru skór Jóns bornir saman við fótsporið og smellpössuðu við.

Jón játaði loks morðið og var hann dæmur til dauða í október 1891. Hæstiréttur staðfesti dóminn árið 1893. Aftakan átti að fara fram í Kaupmannahöfn og þangað var Jón sendur.

- Auglýsing -

Árið 1893 skrifuðu blöðin fréttir þess eðlis að Jón hefði framið sjálfsvíg í fangaklefa sínum í Kaupmannahöfn og gerðist Þjóðviljinn svo grófur að lýsa sjálfsvíginu. „Heilasletturnar fóru út um allt herbergið.“

Hið rétta í málinu er það að Jón var aldrei sendur til Kaupmannahafnar heldur vistaður í hegningarhúsinu og árið 1904 var hann náðaður og látinn laus. Ástæðan var heilsuleysi og góð hegðun í fangelsinu. Jafnframt væri hann undir eftirliti, eða nokkurs konar skilorði, í einhvern tíma.

Fluttist Jón til Húsavíkur og lést árið 1947.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -