Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Morðinginn í Rauðagerði reyndi að stinga mann í höfuðið í hópslagsmálum á Laugavegi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Angjelin Sterkaj var einn fjögurra albanskra manna sem tók þátt í hópslagsmálunum í miðborginni í september síðastliðnum þar sem Hander Maria de la Rosa stórslasaðist. Hann er morðinginn í Rauðagerðismálinu.

Játning liggur fyrir vegna morðsins sem framið var í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem Armando Bequirai var skotinn til bana við heimili sitt.

Maðurinn sem hefur játað á sig morðið á Armando er áðurnefndur Angjelin Sterkaj. Hann er einnig frá Albaníu og er fæddur árið 1986.

Hander Maria sagðist á sínum tíma hafa verið heppinn að hafa sloppið lifandi. Hann segði að árásarmennirnir hefðu reynt að stinga sig í höfuðið en hann hefði náð að koma hönd sinni fyrir þannig að hnífurinn rauf þar slagæð.

Sjá einnig: Fórnarlamb hópárásarinnar stígur fram – Árásarmennirnir albanskir – „Ég er svo feginn að vera á lífi“

Áður hafði sami hópur ráðist á Hander Maria með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Í kjölfarið kærði hann hópinn og segir hann seinni árásina hafa verið sökum þess að hann vildi ekki draga kæruna til baka.

- Auglýsing -

Angjelin Sterkaj svaraði fyrir hópárásina og sagði að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Það hefði verið skipulagt að ráðast á þá með hnífum og kylfum í miðborginni. Angjelin sagðist jafn framt ekki skilja hví árásin hefði verið framin í miðbænum, fannst honum eins og um sýningu hefði verið að ræða: „Ef það eru vanda­mál milli mín og ein­hvers myndi ég bara finna þann aðila og berja hann. Af hverju í and­skotanum ætti maður að gera það í miðjum mið­bænum.“

Sjá einnig: Albanir svara fyrir hópárásina – „Þeir voru ó­heppnir að lenda á spítala, það er ekki okkur að kenna“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -