• Orðrómur

Morðinginn í Rauðagerði reyndi að stinga mann í höfuðið í hópslagsmálum á Laugavegi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Angjelin Sterkaj var einn fjögurra albanskra manna sem tók þátt í hópslagsmálunum í miðborginni í september síðastliðnum þar sem Hander Maria de la Rosa stórslasaðist. Hann er morðinginn í Rauðagerðismálinu.

Játning liggur fyrir vegna morðsins sem framið var í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem Armando Bequirai var skotinn til bana við heimili sitt.

Maðurinn sem hefur játað á sig morðið á Armando er áðurnefndur Angjelin Sterkaj. Hann er einnig frá Albaníu og er fæddur árið 1986.

- Auglýsing -

Hander Maria sagðist á sínum tíma hafa verið heppinn að hafa sloppið lifandi. Hann segði að árásarmennirnir hefðu reynt að stinga sig í höfuðið en hann hefði náð að koma hönd sinni fyrir þannig að hnífurinn rauf þar slagæð.

Sjá einnig: Fórnarlamb hópárásarinnar stígur fram – Árásarmennirnir albanskir – „Ég er svo feginn að vera á lífi“

Áður hafði sami hópur ráðist á Hander Maria með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Í kjölfarið kærði hann hópinn og segir hann seinni árásina hafa verið sökum þess að hann vildi ekki draga kæruna til baka.

- Auglýsing -

Angjelin Sterkaj svaraði fyrir hópárásina og sagði að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Það hefði verið skipulagt að ráðast á þá með hnífum og kylfum í miðborginni. Angjelin sagðist jafn framt ekki skilja hví árásin hefði verið framin í miðbænum, fannst honum eins og um sýningu hefði verið að ræða: „Ef það eru vanda­mál milli mín og ein­hvers myndi ég bara finna þann aðila og berja hann. Af hverju í and­skotanum ætti maður að gera það í miðjum mið­bænum.“

Sjá einnig: Albanir svara fyrir hópárásina – „Þeir voru ó­heppnir að lenda á spítala, það er ekki okkur að kenna“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Hefur þú séð Símon? – Lögreglan biður um þína hjálp

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Símoni Símonarsyni, 73 ára. Hann er 160 sm á hæð og gráhærður. Símon er líklegast klæddur í gallabuxur og dökkbláa...

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -