Miðvikudagur 20. september, 2023
12.8 C
Reykjavik

Mörg hundruð milljónir á leið upp á Skaga

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir knattspyrnumenn eru seldir á milljarða en landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er orðinn einn af þeim samkvæmt miðlinum BT í Danmörku.

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson fer frá danska liðinu F.C. Copenhagen til franska liðsins Lille á allra næstum dögum og munu félagsskiptin kosta franska liðið meira en 2,2 milljarða íslenskra króna. Hákon hefur spilað með danska liðinu undanfarin fjögur ár en var hann keyptur af ÍA og samið um að liðið fengi ákveðna prósentu af næstu sölu Hákons. Orðrómurinn er að sú prósenta sé allt að 20% og því ljóst að íslenska knattspyrnuliðið á von á hundruðum milljónum króna á næstunni, sem ætti að koma sér vel fyrir lið sem er í Lengjudeild karla og 2. deild kvenna.

Lille er eitt sögufrægasta lið Frakklands og lenti í fimmta sæti frönsku deildinni á seinasta tímabili.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -