• Orðrómur

Mörgþúsundföld aukning á neyslu nikótínpúða – Veldur skapgerðarbreytingum og einbeitingaleysi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sala og innflutningur á nikótínpúðum hefur aukist um nærri 15.000 prósent á tveimur árum. Árið 2019 voru flutt inn 64 kíló af þeim á mánuði en í ár er gert ráð fyrir nærri tíu tonnum innfluttum á mánuði.

Neysla nikótóinpúða hefur margfaldast í yngstu aldurshópunum hér á landi og hjá bæði kynjum. Um 22 prósent framhaldsskólanema hafa notað nikótínpúða svo dæmi séu tekin. Þriðjungur Íslendinga á aldrinum 18 til 34 ára notar nikótínpúða daglega. Á sama tíma hefur notkun á tóbaki í vör minnkað um helming á síðustu árum.

Í Kastljósþætti gærkvöldsins fór Lára G. Sigurðardóttir yfir ávanabindandi áhrif nikótínsins.

- Auglýsing -

„Það losar adrenalín sem hækkar blóðþrýsting, hjartslátt og öndunartíðni, sem gefur smá kikk. En það fer líka yfir í heilann og hefur áhrif á vellíðunarsvæði heilans með því að losa dópamín. Heilinn nær ekki fullum þroska fyrr en fólk er um 25 ára til þrítugt. Þannig að það eru enn miklar taugatengingar að mótast í heilanum. Það veldur skapgerðarbreytingum, einbeitingarleysi og hefur áhrif á lærdómsgetu og svefn,“ sagði Lára.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -