Laugardagur 24. september, 2022
11.8 C
Reykjavik

Morgunblaðið hótar VR – Hafa verr af ef þeir skipta sér af kosningum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag má finna lítt dulbúna hótun um að ef VR og önnur stéttarfélög muni beita sér í aðdraganda kosninga þá verði nauðsynlegt að „endurskoða margt sem snýr að þessum félögum hér á landi“. Það er því ljóst að orð Ragnars Þór Ingólfssonar, formanns VR, um kosningabaráttuna hafa valdið nokkrum titringi meðal Sjálfstæðismanna.

Auk þessa boðaði í gær fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sjálfstæðiskvenna, Helga Guðrún Jón­as­dótt­ir, framboð gegn Ragnari. Í það minnsta væri hún að íhuga það eftir mikla hvatningu. Hún hefur áður boðið sig fram en tapaði þá gegn Stefáni Einari Stefánssyni, núverandi blaðamanni Morgunblaðsins.

Í Staksteinum segir: „Verkalýðsfélagið VR ætlar að sögn formannsins ekki að sitja þegjandi hjá í aðdraganda þingkosninganna í haust. Ragnar Þór Ingólfsson segir í samtali við Morgunblaðið: „Við erum að undirbúa okkur undir kosningarnar og hvaða áherslur verkalýðshreyfingin mun vera með í aðdraganda þeirra.“ Hann segir að þetta sé eins og alltaf hafi verið gert, verkalýðshreyfingin reyni „að gera sig gildandi með sín áherslumál í aðdraganda kosninga“. Nú er það auðvitað svo að ýmsir hagsmunahópar reyna að láta í sér heyra, ekki síst fyrir kosningar, en það má setja stórt spurningarmerki við það sem formaður VR virðist vera að boða í ljósi reynslunnar af því hvernig sumir núverandi forystumanna í verkalýðshreyfingunni hafa beitt félögum sínum.“

Svo virðist sem Sjálfstæðismenn óttist verulega að stéttarfélögin reyni að hafa áhrif með sjóðum sínum. „Ef forysta verkalýðshreyfingarinnar ætlar í stjórnmál þá á hún að stofna stjórnmálaflokk og berjast með eðlilegum hætti fyrir stefnumálum sínum. Henni líst líklega ekki á það því að stjórnmálaflokkar hér á landi búa við ströng skilyrði um fjáröflun og hafa litla burði til að stunda stjórnmálabaráttu, enda fyrst og fremst á framfæri ríkisins núorðið, illu heilli. Verkalýðshreyfingin býr hins vegar að digrum sjóðum félagsmanna sinna, en þeir hafa ekki greitt í þessa sjóði til stuðnings stjórnmálabaráttu forystumannanna. Eigi að misnota þetta fé verður að endurskoða margt sem snýr að þessum félögum hér á landi.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -